Kirkjuþing samþykkir aðgerðaáætlun um eineltis- og ofbeldismál

4. mars 2019

Kirkjuþing samþykkir aðgerðaáætlun um eineltis- og ofbeldismál

Kirkjuþing samþykkti um helgina tillögu að starfsreglum um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kyndbundinni áreitni, ofbeldi og um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar samhljóða.

Vigfús Bjarni Albertsson, mannauðsstjóri Biskupsstofu, sat í nefnd sem síðan á síðasta ári hefur unnið að gerð tillögunnar. Í stað Fagráðs um meðferð kynferðisbrota, verður skipað teymi þriggja fagaðila sem eru hvorki starfsfólk né vígðir þjónar kirkjunnar, né sinna trúnaðarstörfum innan kirkjunnar, svo sem sitji í sóknarnefndum. Í fagráðinu sátu auk sálfræðings og lögfræðings einn prestur.

 „Þetta munu vera sérfræðingar á sínu sviði og munu hafa tilheyrandi menntun til þess að fjalla um slík mál,“ segir Vigfús.

Vigfús segir að breytingin sé gerð til auka og tryggja enn frekar fagleg vinnubrögð í kringum málefni þolenda.

„Við viljum að þolendur geti verið vissir um að þeir geti leitað til óháðra fagaðila hvenær sem er í fullum trúnaði. Eineltis og ofbeldismál eru grafalvarleg og það er nauðsynlegt að allt sé gert til að tryggja hag þolenda.“

Ráðið verður í stöðurnar á næstu mánuðum.

  • Frétt

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju