Prest vantar í afleysingar í Laugalandsprestakall

8. mars 2019

Prest vantar í afleysingar í Laugalandsprestakall

Biskup Íslands auglýsir eftir presti til að sinna sóknarprestsþjónustu í Laugalandsprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi og héraðsprestsskyldum í prófastsdæminu.

Laugalandsprestakall er myndað af Grundar-, Hóla-, Kaupangs-, Munkaþverár-, Möðruvalla- og Saurbæjarsóknum. Íbúar prestakallsins eru rúmlega 1.000 talsins.

Prestsembættinu fylgja héraðsprestsskyldur allt að 50%, einkum við Akureyrarprestakall og afleysing í leyfum sóknarprests Laufásprestakalls. Prófastur ákvarðar að öðru leyti tilhögun héraðsprestsskyldna embættisins í samræmi við starfsreglur þar að lútandi. Æskilegt er að umsækjandi geti starfað óslitið sumarið 2019 vegna framangreindrar afleysingaskyld.

Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti miðvikudaginn 20. mars 2019.

Lesið nánar um stöðuna hér.

 

 

  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju