Prest vantar í afleysingar í Laugalandsprestakall

8. mars 2019

Prest vantar í afleysingar í Laugalandsprestakall

Biskup Íslands auglýsir eftir presti til að sinna sóknarprestsþjónustu í Laugalandsprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi og héraðsprestsskyldum í prófastsdæminu.

Laugalandsprestakall er myndað af Grundar-, Hóla-, Kaupangs-, Munkaþverár-, Möðruvalla- og Saurbæjarsóknum. Íbúar prestakallsins eru rúmlega 1.000 talsins.

Prestsembættinu fylgja héraðsprestsskyldur allt að 50%, einkum við Akureyrarprestakall og afleysing í leyfum sóknarprests Laufásprestakalls. Prófastur ákvarðar að öðru leyti tilhögun héraðsprestsskyldna embættisins í samræmi við starfsreglur þar að lútandi. Æskilegt er að umsækjandi geti starfað óslitið sumarið 2019 vegna framangreindrar afleysingaskyld.

Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti miðvikudaginn 20. mars 2019.

Lesið nánar um stöðuna hér.

 

 

  • Frétt

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.