Bataskóli Íslands kynntur á fundi presta

14. mars 2019

Bataskóli Íslands kynntur á fundi presta

Morgunsamvera presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra undir stjórn sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur, prófasts, var haldin í Grensáskirkju í dag. Þar eru margvísleg mál kynnt fyrir prestum og að kynningu lokinni fara umræður fram. Morgunsamverur þessar eru vel sóttar af prestum prófastdæmisins og eru haldnar reglulega. Þær eru uppbyggilegar og gagnlegar.

Þetta var síðasta morgunsamveru vetrarins. Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, deildarstjóri hjúkrunar á Heilsustofnun í Hveragerði og formaður sóknarnefndar Laugarneskirkju, kynnti starfsemi Bataskóla Íslands. Kynning hennar var lifandi og greinagóð.

Bataskóli Íslands er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Reykjavíkurborgar. Skólinn er að Suðurlandsbraut 32, Reykjavík.

Skólinn stendur öllum einstaklingum opinn sem eru átján ára og eldri; fólki sem er að takast á við geðrænar áskoranir, aðstandendur þeirra sem og starfsfólki heilbrigðis- og velferðastofnana.

Bataskólinn stendur fyrir fjölbreytilegum námskeiðum fyrir nemendur sína. Kennarar koma úr ýmsum áttum og hefur tekist vel að miðla af margvíslegri reynslu sinni. Megináhersla er á jákvætt viðhorf til allra og virðingu fyrir nemendum og starfsfólki.
Kennslan fer fram með þeim hætti að tveir kennarar vinna saman með nemendum. Annar þeirra er sérfræðingur á sviði viðkomandi námskeiðs og hinn er jafningafræðari sem hefur persónulega reynsla af því sem um er fjallað hverju sinni.
Nemendur greiða engin námsgjöld en námið er kostað af Reykjavíkurborg, Velferðarráðuneytinu, Geðhjálp og fleiri aðilum. Engin formleg próf eru lögð fyrir nemendur.

Prestar og djáknar geta vísað fólki á Bataskólann telji þeir þörf á.
Ágætar umræður spunnust á fundinum milli Aðalbjargar og prestanna um Bataskólann og störf hans. Var það mál manna að þarna væri um mjög svo athyglisverðan kost að ræða þegar kæmi að sálusorgun og ráðgjöf fyrir þau sem glíma við vanda af þeim toga sem Bataskólinn tekur á.

Heimasíða Bataskóla Íslands er bataskoli.is
  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju