Séra Sigurður Helgi Guðmundsson pastor emeritus, kvaddur

14. mars 2019

Séra Sigurður Helgi Guðmundsson pastor emeritus, kvaddur

Séra Sigurður Helgi Guðmundsson var jarðsunginn frá Víðistaðakirkju 4. mars s.l.


Hann fæddist á Hofi í Vesturdal, Lýtingsstaðahreppi, í Skagafirði 27. apríl 1941 og lést 20. febrúar s.l. á Hrafnistu í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson, bóndi, og Ingibjörg Jónsdóttir, húsfreyja. Eftirlifandi eiginkona hans er Brynhildur Ósk Sigurðardóttir, djákni og hjúkrunarfræðingur. Þau eignuðust þrjú börn, Sigurð Þór, Margréti og Vilborgu Ólöfu.

Séra Sigurður Helgi lauk kandídatsprófi í guðfræði 1970 og hafði áður lokið prófi frá Samvinnuskólanum á Bifröst. Hann stundaði framhaldsnám í kennimannlegri guðfræði og sálgæslu við Kaupmannahafnarháskóla 1976.

Séra Sigurður vígðist 1970 til Reykhólaprestakalls, þjónaði síðar Eskifjarðarprestakalli í fimm ár. Árið 1977 var hann skipaður sóknarprestur í Víðistaðaprestakalli í Hafnarfirði og gegndi því til ársins 2001.

Starfsvettvangur séra Sigurðar Helga var víðfeðmur. Á prestsskaparárum sínum var hann skólastjóri um tíma á Eskifirði, bæði við Barna-og gagnfræðaskólann og Tónlistarskóla Eskifjarðar- og Reyðarfjarðar. Samhliða sóknarprestsstarfi í Víðistaðasókn og síðar var hann forstjóri Umönnunar- og hjúkrunarheimilisins Skjóls í Reykjavík á árunum 1987-2011 og Hjúkrunarheimilinu Eir frá 1993-2011.

Hann gegndi trúnaðarstörfum í ýmsum nefndum og þá einkum þeim er fengust við öldrunarmál. Þekking hans á málefnum aldraðra var enda víðtæk og gegndi hann formennsku í Öldrunarráði Íslands og var í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra. Þá sat hann í stjórn Rauða kross Íslands.

Séra Sigurður Helgi Guðmundsson er kvaddur með virðingu og þökk. Guð blessi minningu hans.



 

  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju