Lyftuvígsla í Breiðholtskirkju

18. mars 2019

Lyftuvígsla í Breiðholtskirkju

Sunnudaginn 17. mars var stór stund í Breiðholtskirkju þegar hjólastólalyfta var tekin formlega í notkun í lok guðsþjónustu þar sem sóknarpresturinn, sr. Magnús Björn Björnsson, þjónaði.

Um nokkurt skeið hefur söfnun staðið yfir til að kosta hjólastólalyftu í Breiðholtskirkju. Haldnar voru tombólur til að afla fjár og þá voru og haldnir styrktartónleikar. Frjáls framlög bárust einnig til verkefnisins. Söfnunin stóð yfir í rúmlega hálft ár. Hjólastólalyftan kostaði tæpar tvær milljónir króna með uppsetningu. Sóknarnefnd, Hollvinafélag Breiðholtskirkju og starfsfólk, hafði forystu í málinu.

Hjólastólalyftan tengir saman safnaðarheimilið og kirkjuna. Um er að ræða mikil umskipti í ferlimálum fatlaðra í kirkjunni.

Af þessu tilefni var haldin sérstök þakkarhátíð við guðsþjónustu í Breiðholtskirkju. Öllum þeim sem komið hafa að verkinu var þakkað fyrir.
Sr. Gísli Jónasson, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, vígði hjólastólalyftuna við mikinn fögnuð viðstaddra.

Í lok guðsþjónustunnar og vígslunnar bauð sóknarnefnd í veglegt kirkjukaffi. Þar flutti formaður sóknarnefndar, Vigdís V. Pálsdóttir, ávarp og gerði stutta grein fyrir verkinu og þakkaði öllum fyrir aðstoðina.

Á myndinni með fréttinni má sjá sr. Gísla Jónasson, prófast, fara í vígsluferðina í hinni nýju hjólastólalyftu í Breiðholtskirkju.


  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju