Dagur kirkjutónlistarinnar

19. mars 2019

Dagur kirkjutónlistarinnar

Dagskrá fyrir starfsfólk kirkjunnar og allt áhugafólk um kirkjutónlist. Allir hjartanlega velkomnir! í Hjallakirkju laugardaginn 23. mars 2019
kl.10.00 - 15.00

Dagskrá: kl. 10.00- 13.00
Ávarp: Biskup Íslands
Örerindi:
sr. Jón Helgi Þórarinsson, formaður Sálmabókarnefndar: Til hvers að gefa út sálmabækur?
Guðný Einarsdóttir, organisti og í Sálmabókarnefnd: Hvaðan koma nýju lögin í sálmabókinni?
Guðmundur Sigurðsson, organisti og formaður Kirkjutónlistarráðs: Hverju breyta nýjar starfsreglur um kirkjutónlist?
Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóriþjóðkirkjunnar: Hvert skal stefna í kórastarfi kirkjunnar?
Milli erinda verða kynntir og sungnir nýir sálmar.
Kl. 12.00 kóræfing fyrir alla viðstadda. Thomas Tallis: Ef þér elskið mig. Stjórnandi: Hákon Leifsson
Léttur hádegisverður.
kl. 13.10
Fyrirlestur: Sálfræði safnaðarsöngsins
Haukur Ingi Jónasson, sálgreinir og lektor við Háskólann í Reykjavík

kl. 14.00 Hátíðarmessa.
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, predikar.
sr. Sigurður Jónsson, sr. Sunna Dóra Möller, sr. Karen Lind Ólafsdóttir þjóna.
Kór þátttakenda, Kór nemenda Tónskóla þjóðkirkjunnar, Barnakórar Hafnafjarðarkirkju, Graduale liberi og futuri í Langholtskirkju, Sönghópurinn Cantores Islandiae.
Stjórnendur og organistar: Lára Bryndís Eggertsdóttir, Hákon Leifsson, Sólveig Sigríður Einarsdóttir, Helga Loftsdóttir, Sunna Karen Einarsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Óskar Einarsson.

Umsjón og undirbúningur: Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Lára Bryndís Eggertsdóttir, fulltrúi FÍO, Björn Steinar Sólbergsson, skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar, Sigurður Jónsson, fulltrúi Prestafélags Íslands, Guðmundur Sigurðsson, formaður Kirkjutónlistarráðs.

Í lok messu verður afhent heiðursviðurkenning fyrir sérstakt framlag til kirkjutónlistar á Íslandi. Una Margrét Jónsdóttir, dagskrárgerðarkona hjá RUV hlýtur hana fyrir útvarpsþætti sína, Blaðað í sálmabókinni.
Kaffiveitingar eftir messu.


    Hótel Kríunes við Elliðavatn

    Kyrrðardagar á Kríunesi

    02. jan. 2025
    ...á vegum Kyrrðarbænasamtakanna
    Árbæjarkirkja

    Laust starf organista

    02. jan. 2025
    ...við Árbæjarkirkju
    Frá úthlutuninni

    Hallgrímskirkja úthlutar til hjálparstarfs

    02. jan. 2025
    ...úr Líknarsjóði kirkjunnar