Dagur kirkjutónlistarinnar haldinn hátíðlegur

28. mars 2019

Dagur kirkjutónlistarinnar haldinn hátíðlegur

Dagur kirkjutónlistarinnar var haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn laugardaginn 23. mars sl. Fjölbreytt dagskrá fyrir starfsfólk kirkjunnar og allt áhugafólk um kirkjutónlist var frá kl. 10.00 - 15.00 í Hjallakirkju í Kópavogi. M.a. flutti Haukur Ingi Jónasson, sálgreinir og lektor við Háskólann í Reykjavík, erindi um sálfræði safnaðarsöngsins.

 

Dagskránni lauk með hátíðarmessu þar sem Biskup Íslands predikaði, messugestir, barnakórar og sönghópurinn Cantores islandiae sungu og í lok messunnar var veitt tónlistarviðurkenning þjóðkirkjunnar. 

 

Tónlistarviðurkenning þjóðkirkjunnar er veitt fyrir sérstakt framlag í þágu kirkjutónlistarinnar.  Hún ber nafnið Liljan, og hefur aðeins verið veitt einu sinni áður, árið 2008.

Nafnið Liljan kemur frá lofkvæði Eysteins Ásgrímssonar, munks (dáinn 1361) sem hann orti til Maríu Guðsmóður og í aldanna rás hefur orðið til orðtakið “að allir vildu Lilju kveðið hafa” þar sem kvæðið þótti hið fegursta sem ort hafði verið.

 

Í tengslum við þennan fyrsta Dag kirkjutónlistarinnar samþykkti undirbúningsnefnd hans einróma að veita Unu Margréti Jónsdóttur, dagskrárgerðarkonu á RUV, þessa viðurkenningu fyrir þætti sína, Blaðað í sálmabókinni.

 

Þættirnir voru einstaklega vel unnir og sýndu fjölbreytileika sálma í íslenskum sálmabókum, uppruna þeirra, þróun og útbreiðslu. Una Margrét sýndi fram á órjúfanleg tengsl sálmasöngs og menningarlífs þjóðarinnar og með þessum þáttum hefur orðið til ómetanlegt heimildarefni um sálma og sögu kirkjutónlistar á Íslandi.

 

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir afhenti Unu Margréti áritað bókareintak af kvæðinu Lilju ásamt peningaupphæð frá Tónmenntasjóði kirkjunnar og blómum.


Myndir með frétt

  • Biskup

  • Menning

  • Námskeið

  • Ráðstefna

  • Tónlist

  • Menning

  • Biskup

  • Menning

  • Námskeið

Hótel Kríunes við Elliðavatn

Kyrrðardagar á Kríunesi

02. jan. 2025
...á vegum Kyrrðarbænasamtakanna
Árbæjarkirkja

Laust starf organista

02. jan. 2025
...við Árbæjarkirkju
Frá úthlutuninni

Hallgrímskirkja úthlutar til hjálparstarfs

02. jan. 2025
...úr Líknarsjóði kirkjunnar