Sorgartengd streita. Orsakir, einkenni og leiðir að betri líðan

2. apríl 2019

Sorgartengd streita. Orsakir, einkenni og leiðir að betri líðan

Þann 3. apríl í safnaðarheimili Laugarneskirkju kl. 20:00 verður Margrét Grímsdóttir með erindi sem hún nefnir: Sorgartengd streita. Orsakir, einkenni og leiðir að betri líðan.

Margrét er menntuð sem hjúkrunarfræðingur, félagsráðgjafi MSW og fjölskyldufræðingur. Hún starfar sem Framkvæmdastjóri hjúkrunar við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Áður starfaði hún á sjúkrahúsum bæði hér heima og erlendis, lengst af við stuðning og meðferð sjúklinga og fjölskyldna þeirra í gegnum veikindi og áföll. Margrét hefur áralanga þekkingu og reynslu af fræðslu og meðferð einstaklinga með streitu og kulnun í lífi og starfi, og stýrir streitumeðferð á Heilsustofnun.

Erindið er opið öllum og ókeypis - heitt á könnunni. Verið velkomin!

Farið á sorg.is fyrir frekari upplýsingar.

  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju