Sorgartengd streita. Orsakir, einkenni og leiðir að betri líðan

2. apríl 2019

Sorgartengd streita. Orsakir, einkenni og leiðir að betri líðan

Þann 3. apríl í safnaðarheimili Laugarneskirkju kl. 20:00 verður Margrét Grímsdóttir með erindi sem hún nefnir: Sorgartengd streita. Orsakir, einkenni og leiðir að betri líðan.

Margrét er menntuð sem hjúkrunarfræðingur, félagsráðgjafi MSW og fjölskyldufræðingur. Hún starfar sem Framkvæmdastjóri hjúkrunar við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Áður starfaði hún á sjúkrahúsum bæði hér heima og erlendis, lengst af við stuðning og meðferð sjúklinga og fjölskyldna þeirra í gegnum veikindi og áföll. Margrét hefur áralanga þekkingu og reynslu af fræðslu og meðferð einstaklinga með streitu og kulnun í lífi og starfi, og stýrir streitumeðferð á Heilsustofnun.

Erindið er opið öllum og ókeypis - heitt á könnunni. Verið velkomin!

Farið á sorg.is fyrir frekari upplýsingar.

  • Frétt

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju