„Framtíðarsýn óskast“ – málfundur um samband ríkis og kirkju

8. apríl 2019

„Framtíðarsýn óskast“ – málfundur um samband ríkis og kirkju

Hvernig eiga samskipti ríkis og kirkju að vera nú á 21. öld? Á að skilja þar alveg á milli – eða eiga tengslin að vera óbreytt? Hvernig tengist þetta umræðu um trúfrelsi og réttindi fólks til ólíkra lífskoðana – og hvað með sögu og menningararf? Hvað með ræktun andlegs lífs?

Fimmtudaginn 11. Kl. 12 verður málfundur í röðinni „Framtíðarsýn óskast“ um samband ríkis og kirkju haldinn í safnaðarheimili Háteigskirkju. Málshefjendur eru dr. Hjalti Hugason prófessor í kirkjusögu  og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur.

Fundurinn er opinn áhugafólki en hægt er að kaupa súpu og brauð á staðnum.

 

  • Frétt

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju