„Framtíðarsýn óskast“ – málfundur um samband ríkis og kirkju

8. apríl 2019

„Framtíðarsýn óskast“ – málfundur um samband ríkis og kirkju

Hvernig eiga samskipti ríkis og kirkju að vera nú á 21. öld? Á að skilja þar alveg á milli – eða eiga tengslin að vera óbreytt? Hvernig tengist þetta umræðu um trúfrelsi og réttindi fólks til ólíkra lífskoðana – og hvað með sögu og menningararf? Hvað með ræktun andlegs lífs?

Fimmtudaginn 11. Kl. 12 verður málfundur í röðinni „Framtíðarsýn óskast“ um samband ríkis og kirkju haldinn í safnaðarheimili Háteigskirkju. Málshefjendur eru dr. Hjalti Hugason prófessor í kirkjusögu  og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur.

Fundurinn er opinn áhugafólki en hægt er að kaupa súpu og brauð á staðnum.

 

  • Frétt

Guðmundir Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpar rafrænt umhverfisþing Sameinuðu þjóðanna

„Við þurfum gildi og von...“

27. feb. 2021
Skálholtsráðstefnu fylgt eftir...
Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, flutti ávarp og blessaði starfsemina, Guðni Th. Jóhannesson flutti einnig ávarp, og Rósa Björg Brynjarsdóttir, sem veitir Skjólinu forstöðu

Skjólið opnað með viðhöfn

26. feb. 2021
...útrétt hjálparhönd
Sr. Elínborg Sturludóttir flytur hugleiðingu við upphaf örpílagrímagöngu sem farin var í gær í blíðskaparveðri

Pílagrímar í borg

25. feb. 2021
...örpílagrímagöngur eru fyrir þig