Félag fyrrum þjónandi presta og maka

11. apríl 2019

Félag fyrrum þjónandi presta og maka

Aðalfundur Félags fyrrum þjónandi presta og maka var haldinn í Safnaðarheimili Háteigskirkju þriðjudaginn 19. mars s.l. og hófst hann kl. 14:00 með hefðbundnum aðalfundarstörfum.

Markmið félagsins er að endurnýja gömul kynni, flytja fróðleik og fylgjast með því sem efst er á baugi í kirkjunni hverju sinni. Félagið annast guðsþjónustur á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund að jafnaði einu sinni í mánuði, auk þess að annast sumarguðsþjónustu í Hveragerðiskirkju í samvinnu við Ás og árlega guðsþjónustu í Mörkinni.

Annað hvert ár fer fram kosning stjórnar til tveggja ára og var svo nú. Lára G. Oddsdóttir, formaður og Birgir Thomsen gjaldkeri gáfu kost á sér til endurkjörs og hlutu kosningu. Guðrún Lára Ásgeirsdóttir, sem verið hefur ritari stjórnar síðan á aðalfundi 2015 gaf ekki kost á sér til endurkjörs en í hennar stað var Kristján Búason kosinn ritari.
Varastjórn félagsins er óbreytt en hana skipa Halldór Gunnarsson, Valgeir Ástráðsson og Jakob Ágúst Hjálmarsson.
Skoðunarmenn reikninga eru Arndís Jónsdóttir og Úlfar Guðmundsson.

Með kosningu Guðrúnar Láru Ásgeirsdóttur í embætti ritara fyrir fjórum árum var blað brotið í sögu þessa 80 ára félags. Hún er fyrsti einstaklingurinn sem ekki er vígður til prestsþjónustu til að koma inn í stjórn þessa félags, en samhliða því var nafni félagsins breytt og prestsmakar gerðir að fullgildum félögum.
Guðrún Lára hefur ritað vandaðar fundargerðir og verið ráðhollur stjórnarmaður í félaginu.
Henni voru þökkuð störfin og félagið færði henni blómvönd í þakkarskyni.

Framundan er 80 ára afmæli félagsins og verður þess minnst í vetrarbyrjun.
  • Frétt

Barnakór 2.png - mynd

Barnakór Fossvogs í Bústaðakirkju með nýju sniði

27. feb. 2024
.....í samstarfi við Tónlistarskóla Grafarvogs
Lágafellskirkja

Barnakór Lágafellskirkju tekur virkan þátt í samfélaginu

26. feb. 2024
....eldri- og yngri barnakór