Fjöldamorð á kristnu fólki

25. apríl 2019

Fjöldamorð á kristnu fólki

Að morgni páskadags bárust hræðilegar fréttir frá Kólombó höfuðborg Sri Lanka um að hryðjuverk hefðu verið framin í 3 kirkjum og á 3 hótelum í borginni. Fjöldi látinna er talinn vera 369 manns og fjöldi annarra hefur særst. Það er væntanlega ekki tilviljun að á mesta hátíðisdegi kristinnar kirkju, þegar þess er minnst að lífið sigraði dauðann hafi samtök illvirkja látið til skarar skríða í þeim tilgangi að hefna fyrir árás á Nýja- Sjálandi fyrir stuttu. Þvílík fyrirlitning sem mannlegu lífi er sýnd.

 

Fjölmiðlar hafa sýnt okkur syrgjandi ástvini, saklaust fólk, sem minna okkur á að það getur hver sem er verið á röngum stað á röngum tíma þegar grimmdarverk eru unnin. Hugur okkar leitar því til allra þeirra sem eiga um sárt að binda, heimamanna sem ferðamanna sem koma færri heim en lögðu upp í ferðalagið.

Oftast hefur verið litið á tilbeiðslustaði, kirkjur sem griðastaði. Staði þar sem fólk getur komið saman og tilbeðið sinn Guð án utanaðkomandi áreitis. Nú hefur verið ruðst inn í hið heilaga vé, í Kólombó, í Christchurch á Nýja-Sjálandi og á fleiri stöðum í heiminum. Það verður með öllum ráðum að koma í veg fyrir að ófriðarbálið breiðist út og það verður að taka alvarlega viðvaranir sem berast um yfirvofandi hryðjuverk. Samkvæmt fréttum var það ekki gert í Kólombó.

Páskarnir minna okkur á að lífið er sterkara en dauðinn. Að hið illa hefur ekki síðasta orðið og að engin ástæða er til að leyfa því að stjórna göngu okkar á lífsveginum.

Ég bið presta landsins að minnast þeirra sem fórust og biðja fyrir öllum þeim fjölmörgu sem nú sakna og syrgja.

  • Alþjóðastarf

  • Biskup

  • Frétt

  • Samfélag

  • Biskup

  • Samfélag

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju