Umsækjendur um afleysingarþjónustu

25. apríl 2019

Umsækjendur um afleysingarþjónustu

Biskup Íslands auglýsti eftir prestum til afleysingarþjónustu í þremur prestaköllum. Umsóknir bárust frá þremur umsækjendum um afleysingarþjónustu í Tjarnaprestakalli Kjalarnessprófastsdæmi, þeim séra Ásu Laufeyju Sæmundsdóttur, séra Bolla Pétri Bollasyni og séra Sigurvin Lárusi Jónssyni. Umsókn barst frá einum umsækjanda um afleysingarþjónustu í Þingeyraklaustursprestakalli, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, séra Ursulu Árnadóttur. Umsókn barst frá einum umsækjanda um afleysingarþjónustu í Dalvíkurprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, mag. theol. Sindra Geir Óskarssyni. Allar umsóknirnar verða teknar til efnismeðferðar, en sökum þess að enginn vígður prestur sótti um afleysingarþjónustuna í Dalvíkurprestakalli hefur biskup ákveðið að fremlengja umsóknarfrestinum um viku, til miðnættis fimmtudaginn 2. maí og gefa jafnframt öllum guðfræðingum, sem uppfylla lögbundin skilyrði, kost á að sækja um. Sótt er um hér á vefnum undir laus störf.

  • Embætti

  • Frétt

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.