Umsækjendur um afleysingarþjónustu

25. apríl 2019

Umsækjendur um afleysingarþjónustu

Biskup Íslands auglýsti eftir prestum til afleysingarþjónustu í þremur prestaköllum. Umsóknir bárust frá þremur umsækjendum um afleysingarþjónustu í Tjarnaprestakalli Kjalarnessprófastsdæmi, þeim séra Ásu Laufeyju Sæmundsdóttur, séra Bolla Pétri Bollasyni og séra Sigurvin Lárusi Jónssyni. Umsókn barst frá einum umsækjanda um afleysingarþjónustu í Þingeyraklaustursprestakalli, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, séra Ursulu Árnadóttur. Umsókn barst frá einum umsækjanda um afleysingarþjónustu í Dalvíkurprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, mag. theol. Sindra Geir Óskarssyni. Allar umsóknirnar verða teknar til efnismeðferðar, en sökum þess að enginn vígður prestur sótti um afleysingarþjónustuna í Dalvíkurprestakalli hefur biskup ákveðið að fremlengja umsóknarfrestinum um viku, til miðnættis fimmtudaginn 2. maí og gefa jafnframt öllum guðfræðingum, sem uppfylla lögbundin skilyrði, kost á að sækja um. Sótt er um hér á vefnum undir laus störf.

  • Embætti

  • Frétt

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju