Umsækjendur um afleysingarþjónustu

25. apríl 2019

Umsækjendur um afleysingarþjónustu

Biskup Íslands auglýsti eftir prestum til afleysingarþjónustu í þremur prestaköllum. Umsóknir bárust frá þremur umsækjendum um afleysingarþjónustu í Tjarnaprestakalli Kjalarnessprófastsdæmi, þeim séra Ásu Laufeyju Sæmundsdóttur, séra Bolla Pétri Bollasyni og séra Sigurvin Lárusi Jónssyni. Umsókn barst frá einum umsækjanda um afleysingarþjónustu í Þingeyraklaustursprestakalli, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, séra Ursulu Árnadóttur. Umsókn barst frá einum umsækjanda um afleysingarþjónustu í Dalvíkurprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, mag. theol. Sindra Geir Óskarssyni. Allar umsóknirnar verða teknar til efnismeðferðar, en sökum þess að enginn vígður prestur sótti um afleysingarþjónustuna í Dalvíkurprestakalli hefur biskup ákveðið að fremlengja umsóknarfrestinum um viku, til miðnættis fimmtudaginn 2. maí og gefa jafnframt öllum guðfræðingum, sem uppfylla lögbundin skilyrði, kost á að sækja um. Sótt er um hér á vefnum undir laus störf.

  • Embætti

  • Frétt

Sr. Erla Björk Jónsdóttir

Vel mætt í bænastundir

30. jún. 2024
...í Dalvíkurkirkju
Sr. Guðrún kveður

Húsfyllir við kveðjumessuna

30. jún. 2024
...sr. Guðrún kveður Grafarvogssöfnuð