Hvað er prjónamessa? En plokkmessa?

28. apríl 2019

Hvað er prjónamessa? En plokkmessa?

Í sumum söfnuðum eru hópar sem koma saman og prjóna. Það eru einkum konur sem sitja með prjóna í höndum, spjalla saman og njóta samvista. Stundum eru þessir hópar tengdir söfnuðum eins og t.d. prjónahópurinn í Brautarholtssókn á Kjalarnesi sem hittist nokkuð reglulega – sóknin býður upp á húsnæðið. Eins hefur kraftmikill prjónahópur verið starfandi í Grafarvogskirkju og þar hefur verið haldin prjónamessa.

Í Gerðubergi í Breiðholti kemur fólk saman og prjónar. Afrakstur prjónavinnunnar hefur verið gefinn til ýmissa félagasamtaka sem sinna ýmsum góðgerðarmálum.
Nú hyggst prjónahópurinn í Gerðubergi gefa afrakstur sinn til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Prjónamessa var auglýst í Fella- og Hólakirkju sunnudaginn 28. apríl þar sem þau sr. Jón Ómar Gunnarsson og Kristín Kristjánsdóttir, djákni, þjónuðu. Þar var starfsemi hópsins í Gerðubergi kynnt og á bekkjum kirkjunnar sátu margar konur með prjónana sína sem gengu ótt og títt. Prjónatifið hafði góð og róandi áhrif í kirkjunni.
Í prjónamessu er öllum velkomið að koma með prjónana sína. Prjónamessur eru gott dæmi um grasrótaranga í kirkjulegu starfi sem fleiri söfnuðir mættu taka upp. Nýjar leiðir í kirkjulegu starfi eru margar og það sem tekst vel upp með verður að kynna.

En hvað er plokkmessa?
Hún getur falist í því að virkja söfnuðinn einn sunnudag eða fleiri í að fara um sóknina og tína rusl. Síðan mætti halda guðsþjónustu í lokin – eða á undan – og þakka fyrir hreint umhverfi, góða sköpun Guðs, og heilbrigð augu sem sjá rusl hér og þar. Einnig mætti nema staðar öðru hvoru og lesa t.d. sköpunartexta úr Biblíunni. En auðvitað gæti hver söfnuður búið sér til sitt form og það gæti meira að segja verið hluti af undirbúningi plokkmessunnar.

Þá má benda á að plokkmessa fellur ljómandi vel að umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar.

  • Frétt

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi