Útivist og örpílagrímagöngur

4. maí 2019

Útivist og örpílagrímagöngur

Pílagrímagöngur hafa notið aukinna vinsælda og þá svokallaðar örpílagrímagöngur.

Pílagrímagöngur hafa verið stundaðar í Garðaprestakalli í nokkur ár. Í tengslum við göngurnar hafa verið haldin fræðslukvöld/námskeið. Í lokin hefur verið boðið til pílagrímamessu í Bessastaðakirkju. Forysta í pílagrímamálum prestakallsins hefur verið í höndum nokkurra kvenna og sr. Hans Guðbergs Alfreðssonar, prests í Besssastaðasókn. Örpílagrímagöngurnar hófust í þriðju viku aprílmánaðar samkvæmt vordagskrá prestakallsins og þann 30. apríl sá forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, um fræðslustund kvöldsins og fjallaði um pílagrímagöngur fyrr á öldum. Þann 26. maí verður svo pílagrímamessa í Bessastaðakirkju.

Dómkirkjan hefur staðið fyrir örpílagrímagöngum undir forystu sr. Elínborgar Sturludóttur sem er þaulkunnug málum sem snerta pílagríma, hefur t.d. leitt pílagrímagöngur í Skálholt og verið fararstjóri á Jakobsveginum fræga. Farið hefur verið á miðvikudögum í örpílagrímur í næsta nágrenni hvernig sem hefur viðrað. Gangan hefur hafist á helgistund í Dómkirkjunni og síðan hefur verið haldið á ýmsa merka staði í nágrenni miðborgarannar sem tengjast sögu kristni og kirkju með ýmsum hætti.

Stefið í pílagrímagöngum er ætíð hið sama: ganga manneskjunnar á vegi lífsins í heiminum sem Guð hefur gefið. Göngurnar hefjast gjarnan á þögn þar sem hver manneskja íhugar með sjálfri sér líf sitt og göngu sína í heiminum. Gangan er hvort tveggja í senn andlegt ferðalag og ferðalag í hinum efnislega heimi þar sem manneskjan skoðar stöðu sína og ræktar og hugar að andlegri líðan sinni í önnum dagsins. Þegar öllu er á botninn hvolft eru allir á sinn hátt pílagrímar á lífsgöngunni. Á þeirri göngu eru rétt að manneskjunni margvísleg verkefni, smá og stór, og misflókin, sem þarf að leysa. Góð andleg hvíld í pílagrímagöngu getur styrkt manneskjuna til að takast á við hversdaginn og verkefni hans.

Lengri pílagrímagöngur hafa verið farnar í kringum kirkjuhátíðir eins og Skálholtshátíð og Hólahátíð.

Örpílagrímagöngur hafa gefið góða raun og eru iðulega vel sóttar. Þær eru kjörin leið til að sameina útvistaráhuga safnaðarfólks, andlega sjálfsrækt og kirkjutengsl.

Sumarið getur verið hentugur tími fyrir bæði örpílagrímagöngur og þær lengri. Upplagt er fyrir alla söfnuði að bæta þessum þætti inn í störf sín. Í nágrenni hverrar kirkju er að finna ýmsa staði sem eru miskunnir og tengjast með einum eða öðru hætti sögu kirkjunnar og landsins – en hvort tveggja er iðulega ofið saman í einn þráð.
  • Frétt

  • Messa

  • Samfélag

  • Samfélag

Kjalarnesprófastsdæmi.jpg - mynd

Kirkjulistavika Kjalarnessprófastsdæmis stendur sem hæst

06. nóv. 2024
...sælir eru friðflytjendur
Neskirkja í Reykjavík

Samtal kynslóðanna í fermingarstörfunum

06. nóv. 2024
...í Neskirkju
Sr. Árni Þór Þórsson

Sr. Árni Þór ráðinn

01. nóv. 2024
...prestur innflytjenda