Hestafólk og kirkjan

06. maí 2019

Hestafólk og kirkjan

Í gær var tuttugasta kirkjureiðin til Seljakirkju. Hestafólk af höfuðborgarsvæðinu lagði af stað úr hesthúsahverfinu í Víðidal og reið um Heimsenda og þaðan til kirkjunnar.

Fjöldi fólks tók þátt í viðburðinum og þar mátti sjá margan gæðinginn. Við kirkjuna var búið að koma upp hestagerði. Margt manna dreif að gerðinu og börnin höfðu sérstaklega gaman af því að sjá hrossin.
Sr. Valgeir Ástráðsson prédikaði og þjónaði fyrir altari ásamt sóknarprestinum sr. Ólafi Jóhanni Borgþórssyni. Brokkkórinn söng af hjartans lyst og við píanóið var Magnús Kjartansson, tónlistar- og hestamaður með meiru.

Að lokinni guðsþjónustu var boðið í kirkjukaffi og höfðu menn margt að spjalla um líf hrossa og manna.

Kirkjureiðir hafa tíðkast í nokkrum söfnuðum. Má þar nefna Langholtssöfnuð, Reynivallasöfnuð og Mosfellssöfnuð. Þetta hafa verið vel sóttir viðburðir og snjöll tenging við þennan hóp sem sinnir hestamennsku af mikilli alúð og áhuga.

Kirkjureið er dæmi um vel heppnaða viðburði sem tengjast einstökum félögum og áhugahópum. Nefna má einnig hina árlegu lögreglumessu sem var að þessu sinni fyrir skömmu í Laugarneskirkju. Spyrja má hvort söfnuðir ættu ekki að efna til fleiri slíkra viðburða með tengingum við einstaka hópa og starfsstéttir.

  • Frétt

  • Messa

  • Samfélag

  • Trúin

  • Samfélag

Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd - aðrar  kirkjur í Garða- og Saurbæjarprestakalli eru á Akranesi, Leirá og Innra-Hólmi
19
feb.

Tvær ráðnar

Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakall fullskipað
Sr. Agnes talaði við heimilisfólkið á dvalarheimilinu í Ólafsvík
19
feb.

Biskup meðal barna og skólafólks, eldri borgara og bæjarstjórnarmanna

Víða farið um Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall og Setbergsprestakall
Merki-þjóðkirkjunnar.png - mynd
18
feb.

Guð elskar okkur eins og við erum - Ákall um íslenskt dvalarleyfi fyrir Maní Shahidi

Við, undirritaðir biskupar þjóðkirkjunnar, hvetjum dómsmálaráðherra til að koma í veg fyrir að fjölskyldunni verði vísað úr landi á forsendum mannúðar og kærleika.