Félag prestvígðra kvenna

10. maí 2019

Félag prestvígðra kvenna

Félag prestvígðra kvennaFélag prestvígðra kvenna fagnar sínu fyrsta stórafmæli á þessu ári en félagið var stofnað 31. júlí 2009.

Tilgangur félagsins er að efla samstarf og miðla reynslu meðal prestsvígðra kvenna og auka áhrif og þátttöku prestsvígðra kvenna í kirkjunni.

Félagið er vettvangur til að kynna hvað prestsvígðar konur eru að gera samhliða störfum sínum, t.d. stunda framhaldsmenntun, vinna að einhverjum nýjungum í starfi, ritstörfum, þýðingum, skáldskap eða öðru sem þær hafa áhuga á. Félagið er vettvangur fyrir umræður um málefni sem snúa sérstaklega að prestsvígðum konum, þar sem þær geta fengið upplýsingar og fræðslu um ýmislegt sem tengist starfi þeirra. Einng er Félagið er vettvangur þar sem prestsvígðar konur geta sótt stuðning hver til annarrar, t.d. þegar þær telja sig beittar hverskyns kynbundnu misrétti.

Stjórn skipa sr. Jóhanna Gisladóttir formaður, sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir meðstjórnandi, sr. Guðrún Karls Helgudóttir meðstjórnaandi, sr. Hildur Björk Hörpudóttir meðstjórnandi, sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir meðstjórnandi, sr. María Rut Baldursdóttir varamaður og sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir varamaður.

Félagið hefur frá upphafi verið mjög virkt. Boðið er upp á alls kyns fræðslu og samverur yfir vetrartímann og lagt mikið upp með að efla félagsnet kvenna í stéttinni.
Aðalfundur er haldinn ár hvert áður en prestastefna hefst og hefur myndast sú hefð að fundurinn álykti um það sem brennur helst á félagskonum hverju sinni og sendi ályktun fundarins áfram til biskupa, kirkjuráðs og kirkjuþingsfulltrúa.

Aðalfundur var að þessu haldinn í Áskirkju 29. apríl 2019 og eftirfarandi ályktanir þar samþykktar:

1. Aðalfundur Félags prestvígðra kvenna, sem haldinn var í Áskirkju 29. apríl 2019, mótmælir því harðlega að staða jafnréttisfulltrúa hafi ekki verið auglýst eins og kirkjuþing hefur ákveðið. Fundarkonur eru sammála um að auglýsa þurfi stöðu jafnréttisfulltrúa og að sú staða sé skilgreind mjög ítarlega. Mikilvægt er að hlutverk jafnréttisnefndar og jafnréttisfulltrúa séu aðgreind og að tekið sé mið af þeirri undirbúningsvinnu sem nú þegar hefur farið fram um þessa stöðu.

2. Aðalfundur Félags prestsvígðra kvenna, sem haldinn var í Áskirkju 29. apríl 2019, mótmælir harðlega að ekki séu auglýstar allar stöður, embætti og afleysingar á vegum þjóðkirkjunnar. Fundarkonur telja það andstætt þeirri jafnréttishugsjón kirkjunnar og þeirri gegnsærri stjórnsýslu sem hún vill kenna sig við. Félagið skorar á biskup Íslands að standa vörð um jafnrétti og gegnsæja stjórnsýslu.
  • Frétt

  • Samstarf

  • Viðburður

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju