13. maí 2019
Sameining prestakalla í Fossvogi

Biskup Íslands hefur ákveðið, byggt á samþykkt kirkjuþings 2018, að embætti sóknarprests í Bústaðaprestakalli og embætti sóknarprests í Grensásprestakalli verði lögð niður þann 1. júní næstkomandi. Séra María Ágústsdóttir hefur þjónað sóknarprestsembætti Grensásprestakalls og mun halda því áfram til mánaðarmóta. Séra Pálmi Matthíasson verður sóknarprestur í sameinuðu prestakalli, Fossvogsprestakalli, frá 1. júní næstkomandi.
Kristján Björnsson, settur biskup Íslands