Vel heppnað æskulýðsmót á Austurlandi

14. maí 2019

Vel heppnað æskulýðsmót á Austurlandi

Tíu til Tólf ára mót við EiðavatnÆskulýðssamband kirkjunnar á Austurlandi (ÆSKA) hélt árlegt TTT-mót í Kirkjumiðstöðinni við Eiðavatn dagana 3. – 5. maí s.l.

Mótið fór einkar vel fram að venju að sögn sr. Erlu Bjarkar Jónsdóttur, héraðsprests á Austurlandi, og var mikið líf og fjör í húsinu sem og úti við í frábæru vorveðri og einstakri nálægð við náttúru og fegurð Eiðavatns. Þema mótsins í ár var „Nýtum kosti okkar til góðra verka” og var vísað til texta Filippíbréfsins 4.13, en þar stendur: „Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir”.

Mótið sóttu 66 börn á aldrinum tíu til tólf ára og komu þau víðs vegar að frá Austurlandi. Mótinu stýrðu þau Erla Björk Jónsdóttir héraðsprestur og Hákon Arnar Jónsson íþróttafræðingur, en hann er mikilreyndur á sviði æskulýðs- og sumarbúðastarfs kirkjunnar og KFUM/K. Börnin nutu sannarlega samvistarinnar við Hákon enda mikill snillingur þar á ferðinni. Prestar, leiðtogar, ungleiðtogar og þeir foreldrar sem fylgdu hópunum eftir til aðstoðar nutu samvistanna ekki síður en börnin og því ekki fráleitt að segja að mótið hafi ennfremur verið gefandi inn í starf Farskóla leiðtogaefna kirkjunnar en hluti af þeim ungleiðtogum sem lagt hafa stund á nám í leiðtogafræðum hér á Austurlandi fékk þar dýrmæta reynslu af störfum og ábyrgð á vettvangi.

Starf ÆSKA hefur blómstrað ár frá ári og hefur stjórn félagsins lagt mikinn metnað í starfsemina. Héraðsprestur þakkar það gróskumikla starf sem unnið er á vettvangi æskulýðsstarfs á Austurlandi og þau tækifæri sem unnist hafa til þess að skapa skemmtilega viðburði og eftirminnilegar samverustundir í kirkjunni okkar.
  • Æskulýðsmál

  • Barnastarf

  • Samfélag

  • Samfélag

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.