Vel heppnað æskulýðsmót á Austurlandi

14. maí 2019

Vel heppnað æskulýðsmót á Austurlandi

Tíu til Tólf ára mót við EiðavatnÆskulýðssamband kirkjunnar á Austurlandi (ÆSKA) hélt árlegt TTT-mót í Kirkjumiðstöðinni við Eiðavatn dagana 3. – 5. maí s.l.

Mótið fór einkar vel fram að venju að sögn sr. Erlu Bjarkar Jónsdóttur, héraðsprests á Austurlandi, og var mikið líf og fjör í húsinu sem og úti við í frábæru vorveðri og einstakri nálægð við náttúru og fegurð Eiðavatns. Þema mótsins í ár var „Nýtum kosti okkar til góðra verka” og var vísað til texta Filippíbréfsins 4.13, en þar stendur: „Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir”.

Mótið sóttu 66 börn á aldrinum tíu til tólf ára og komu þau víðs vegar að frá Austurlandi. Mótinu stýrðu þau Erla Björk Jónsdóttir héraðsprestur og Hákon Arnar Jónsson íþróttafræðingur, en hann er mikilreyndur á sviði æskulýðs- og sumarbúðastarfs kirkjunnar og KFUM/K. Börnin nutu sannarlega samvistarinnar við Hákon enda mikill snillingur þar á ferðinni. Prestar, leiðtogar, ungleiðtogar og þeir foreldrar sem fylgdu hópunum eftir til aðstoðar nutu samvistanna ekki síður en börnin og því ekki fráleitt að segja að mótið hafi ennfremur verið gefandi inn í starf Farskóla leiðtogaefna kirkjunnar en hluti af þeim ungleiðtogum sem lagt hafa stund á nám í leiðtogafræðum hér á Austurlandi fékk þar dýrmæta reynslu af störfum og ábyrgð á vettvangi.

Starf ÆSKA hefur blómstrað ár frá ári og hefur stjórn félagsins lagt mikinn metnað í starfsemina. Héraðsprestur þakkar það gróskumikla starf sem unnið er á vettvangi æskulýðsstarfs á Austurlandi og þau tækifæri sem unnist hafa til þess að skapa skemmtilega viðburði og eftirminnilegar samverustundir í kirkjunni okkar.
  • Æskulýðsmál

  • Barnastarf

  • Samfélag

  • Samfélag

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju