Vellíðan starfsfólks og skjólstæðinga í öndvegi

14. maí 2019

Vellíðan starfsfólks og skjólstæðinga í öndvegi

Nefnd, sem starfar samkvæmt ákvæðum í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, telur að ákvörðun biskups um að veita sr. Ólafi Jóhannssyni sóknarpresti í Grensásprestakalli lausn um stundarsakir í desember 2018 hafi ekki verið réttmæt þótt fyrir hafi legið ásakanir margra kvenna um ítrekaða óviðeigandi hegðun og áreiti í garð samstarfsfólks.  Kvartanir fimm kvenna höfðu verið teknar til meðferðar hjá úrskurðarnefnd og áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar þar sem niðurstaðan var sú að atferli sóknarprests og hegðan hefði ekki verið í samræmi við stöðu hans og hann hefði brotið siðferðilega gegn tveimur samstarfskonum sínum.

 

Biskup Íslands gerir ríkar siðferðiskröfur til presta og annars starfsfólks kirkjunnar, líkt og mælt er fyrir um í siðareglum kirkjunnar. Biskup telur að prestur sem gerst hefur sekur um siðferðis- eða agabrot þurfi að taka afleiðingum af því. Það er grundvallaratriði að traust ríki í kirkjunni og í öllum samskiptum sem tengjast þjónustu hennar. Áreitni í garð samstarfsfólks, skjólstæðinga kirkjunnar og allra annarra er með öllu ólíðandi.

 

Kirkjan vill standa með þolendum ofbeldis og tekur alvarlega allar ásakanir um óviðeigandi eða ranga hegðun. Kirkjan leggur sig fram um að bregðast faglega við ásökunum og vill læra af mistökum fortíðar. Skylda kirkjunnar er að stuðla að vellíðan starfsfólks og skapa öryggi í þjónustu kirkjunnar.

 

Á kirkjuþingi í nóvember 2018 var samþykkt að sameina Bústaðaprestakall og Grensásprestakall. Eftir  sameininguna, sem tekur gildi 1. júní nk., verða þrjú prestsembætti í nýju sameinuðu prestakalli. Von mín er sú að við þá endurskipulagningu sem af þessu leiðir skapist tækifæri til þess að kirkjan geti bætt þjónustu sína við alla sem vilja njóta hennar.

 

 

Kristján Björnsson, settur biskup Íslands

  • Biskup

  • Frétt

  • Biskup

Hótel Kríunes við Elliðavatn

Kyrrðardagar á Kríunesi

02. jan. 2025
...á vegum Kyrrðarbænasamtakanna
Árbæjarkirkja

Laust starf organista

02. jan. 2025
...við Árbæjarkirkju
Frá úthlutuninni

Hallgrímskirkja úthlutar til hjálparstarfs

02. jan. 2025
...úr Líknarsjóði kirkjunnar