Starfsþjálfun þjóðkirkjunnar á fullum dampi

15. maí 2019

Starfsþjálfun þjóðkirkjunnar á fullum dampi

Djákna- og prestsefni Djákna- og prestsefni eru m.a. saman á leiðtoga- og samskiptanámskeiði, kyrrðardögum og kynningum á stjórnsýslu og ýmsu starfi sem kirkjan stendur að.

Í byrjun starfsþjálfunarinnar fara fram einkaviðtöl við tvo aðila frá kirkjunni og síðan leggur sálfræðingur fyrir þau sálfræðipróf. Farið er yfir prófið með hverjum og einum nemanda. Það er mjög gagnlegt fyrir þá að sjá styrkleika sína og einnig hvað mætti fara betur. Allir geta tekið framförum og er prófið kjörið tækifæri til að skoða sjálfa(n) sig.

Stærsti þátturinn er þjálfun í söfnuði undir handleiðslu prests eða djákna. Þar þjálfa nemendur sig í öllu því sem prestur og djákni sinna í starfi sínu.

Þessa vikuna eru níu nemendur á kynningu á störfum kirkjunnar. Á þessari mynd eru sex nemendur af níu, tvö prestsefni og þrjú djáknaefni ásamt verkefnisstjóra starfsþjálfunarinnar, Ragnheiði Sverrisdóttur. Flestir eiga þessir nemendur eftir starfsþjálfun í söfnuði og útskrifast væntanlega 2020.

Þá er útskriftarathöfn í Dómkirkjunni þar sem biskup Íslands afhendir staðfestingu á embættisgengi.

Í júní útskrifast hins vegar nokkur djákna- og prestsefni sem hafa lokið starfsþjálfun. Skilyrði fyrir útskrift er að hafa lokið námi í guðfræði- og trúarbragðafræðideild og starfsþjálfun kirkjunnar.

Vonandi koma þessir nemendur fyrr en síðar til starfa í kirkjunni.
  • Fræðsla

  • Frétt

  • Námskeið

  • Fræðsla

  • Námskeið

Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna