Nýr sóknarprestur í Laugalandsprestakall

22. maí 2019

Nýr sóknarprestur í Laugalandsprestakall

Jóhanna Gísladóttir

Sr. Jóhanna Gísladóttir hefur verið settur sóknarprestur í Laugalandsprestakalli í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi frá 1. apríl 2019 til 31. maí 2020.

Jóhanna er fædd í Reykjavík árið 1983 og ólst þar upp. Hún lauk BA gráðu í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 2011, útskrifaðist með mag.theol. gráðu árið 2014 og er auk þess með diplómu í sálgæslu frá Endurmenntun Háskóla Íslands og diplómu í Family Ministry frá Cliff College í Bretlandi.

Jóhanna hefur starfað fyrir þjóðkirkjuna í rúman áratug við ýmis störf, m.a. unnið fræðsluefni fyrir fræðslusvið Biskupsstofu og kennt á haustnámskeiðum fræðslusviðs. Hún fékk árið 2015 styrk frá fræðslusviði Reykjavíkurborgar til að vinna efnivið um umhverfisvernd fyrir unglinga sem notað var í æskulýðsstarfi kirkjunnar í nokkur ár í Laugardalnum.

Jóhanna hóf störf sem æskulýðsfulltrúi Langholtskirkju árið 2012 og var vígð þangað sem prestur árið 2015.

Jóhanna situr nú í stjórn Áhugafélags um guðfræðiráðstefnur, situr í jafnréttisnefnd þjóðkirkjunnar og er formaður Félags prestvígðra kvenna.

Jóhanna er gift Guðmundi Bragasyni, vél- og orkutæknifræðingi. Saman eiga þau þrjú börn.

Laugalandsprestakall er myndað af Grundar-, Hóla-, Kaupangs-, Munkaþverár,- Möðruvalla- og Saurbæjarsóknum. Alls sex kirkjur. Íbúar prestakallsins eru rúmlega 1000 að tölu.

Prestsembættinu fylgja héraðsprestsskyldur allt að 50%, einkum við Akureyrarprestakall og afleysing í leyfum sóknarprests í Laufásprestakalls.

Auk sr. Jóhönnu sótti sr. Haraldur Örn Gunnarsson, sóknarprestur í Noregi, um embættið.

  • Embætti

  • Frétt

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju