Nýr sóknarprestur í Laugalandsprestakall

22. maí 2019

Nýr sóknarprestur í Laugalandsprestakall

Jóhanna Gísladóttir

Sr. Jóhanna Gísladóttir hefur verið settur sóknarprestur í Laugalandsprestakalli í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi frá 1. apríl 2019 til 31. maí 2020.

Jóhanna er fædd í Reykjavík árið 1983 og ólst þar upp. Hún lauk BA gráðu í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 2011, útskrifaðist með mag.theol. gráðu árið 2014 og er auk þess með diplómu í sálgæslu frá Endurmenntun Háskóla Íslands og diplómu í Family Ministry frá Cliff College í Bretlandi.

Jóhanna hefur starfað fyrir þjóðkirkjuna í rúman áratug við ýmis störf, m.a. unnið fræðsluefni fyrir fræðslusvið Biskupsstofu og kennt á haustnámskeiðum fræðslusviðs. Hún fékk árið 2015 styrk frá fræðslusviði Reykjavíkurborgar til að vinna efnivið um umhverfisvernd fyrir unglinga sem notað var í æskulýðsstarfi kirkjunnar í nokkur ár í Laugardalnum.

Jóhanna hóf störf sem æskulýðsfulltrúi Langholtskirkju árið 2012 og var vígð þangað sem prestur árið 2015.

Jóhanna situr nú í stjórn Áhugafélags um guðfræðiráðstefnur, situr í jafnréttisnefnd þjóðkirkjunnar og er formaður Félags prestvígðra kvenna.

Jóhanna er gift Guðmundi Bragasyni, vél- og orkutæknifræðingi. Saman eiga þau þrjú börn.

Laugalandsprestakall er myndað af Grundar-, Hóla-, Kaupangs-, Munkaþverár,- Möðruvalla- og Saurbæjarsóknum. Alls sex kirkjur. Íbúar prestakallsins eru rúmlega 1000 að tölu.

Prestsembættinu fylgja héraðsprestsskyldur allt að 50%, einkum við Akureyrarprestakall og afleysing í leyfum sóknarprests í Laufásprestakalls.

Auk sr. Jóhönnu sótti sr. Haraldur Örn Gunnarsson, sóknarprestur í Noregi, um embættið.

  • Embætti

  • Frétt

Hótel Kríunes við Elliðavatn

Kyrrðardagar á Kríunesi

02. jan. 2025
...á vegum Kyrrðarbænasamtakanna
Árbæjarkirkja

Laust starf organista

02. jan. 2025
...við Árbæjarkirkju
Frá úthlutuninni

Hallgrímskirkja úthlutar til hjálparstarfs

02. jan. 2025
...úr Líknarsjóði kirkjunnar