Tónskóli þjóðkirkjunnar skilar sínu vel

22. maí 2019

Tónskóli þjóðkirkjunnar skilar sínu vel

Tuuli Rähni organisti við Ísafjarðarkirkju

Hlutverk Tónskóla þjóðkirkjunnar er að mennta organista til starfa við kirkjur landsins. Í skólanum er hægt að ljúka kirkjuorganistaprófi, kantorsprófi, einleiksáfanga og BA-gráðu í kirkjutónlist. Að jafnaði eru um 25 nemendur í skólanum. Tónskólinn hefur starfað frá 1941 og hét fyrstu áratugina Söngskóli þjóðkirkjunnar og skólastarfið fólst í námskeiðahaldi fyrir organista og tónlistarfólk. Nú er Tónskóli þjóðkirkjunnar níu mánaða skóli.

Undanfarin ár hefur Tónskóli þjóðkirkjunnar verið í samvinnu við tónlistarskóla úti á landsbyggðinni. Samvinna hefur verið til dæmis við tónlistarskólann á Ísafirði. Þessi samvinna hefur tekist einkar vel og skilað góðum árangri.

Í gær voru útskriftartónleikar í Hallgrímskirkju. Þar lék á orgel kirkjunnar Tuuli Rähni, organisti við Ísafjarðarkirkju, og útskrifaðist þar með sem kantor frá Tónskóla þjóðkirkjunnar. Tuuli er fjölmenntuð tónlistarkona ættuð frá Eistlandi en flutti hingað til lands ásamt fjölskyldu sinni 2005.

Víða eru kantorar og organistar fólk af erlendu bergi brotið og er mikill fengur að því. Það hefur skilað miklu og fjölbreyttu verki til kirkjustarfs og kirkjutónlistar hér á landi.

Skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar er Björn Steinar Sólbergsson, organisti við Hallgrímskirkju.

Formleg skólaslit Tónskóla þjóðkirkjunnar verða 24. maí í Hallgrímskirkju kl. 18.00 og eru allir velkomnir.

 


Myndir með frétt

Björn býður tónleikagesti velkomna
  • Fræðsla

  • Frétt

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Fræðsla

Hótel Kríunes við Elliðavatn

Kyrrðardagar á Kríunesi

02. jan. 2025
...á vegum Kyrrðarbænasamtakanna
Árbæjarkirkja

Laust starf organista

02. jan. 2025
...við Árbæjarkirkju
Frá úthlutuninni

Hallgrímskirkja úthlutar til hjálparstarfs

02. jan. 2025
...úr Líknarsjóði kirkjunnar