Afleysingar og önnur störf

23. maí 2019

Afleysingar og önnur störf

kirkjan.is

Þegar prestar fara í námsleyfi eða önnur leyfi þarf einhver að leysa þá af.

Nýlega var sr. Úrsúla Árnadóttir ráðin til að leysa af í Þingeyrarklaustursprestakalli, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, en síðastliðinn vetur hefur hún þjónað sem prestur fatlaðra. Mun hún leysa sr. Sveinbjörn R. Einarsson sóknarprest sem fer í námsleyfi í haust.

Sr. Bolli Pétur Bollason var ráðinn í afleysingar í Tjarnarprestakalli í Kjalarnessprófastsdæmi í námsleyfi dr. Kjartans Jónssonar. Sr. Bolli Pétur hefur fengið lausn frá Laufásprestakalli frá 31. ágúst n.k. en sr. Arnór Bjarki Blomsterberg verður settur sóknarprestur í Tjarnarprestakalli.

Sunnudaginn 26. maí verður Inga Harðardóttir, Mag. theol., vígð til þjónustu við íslenska söfnuðinn í Noregi.

Inn á vef kirkjunnar undir liðnum „Laus störf“, er auglýst laust prestsembætti í Langanes- og Skinnastaðaprestakalli í Eyjafjarðar- og Þingeyrarprestakalli. Umsóknarfrestur er til miðnættis 18. júní n.k.

Þá er auglýst laust til umsóknar embætti prests í hálft starf í Langholtskirkju í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 5. júní n.k.
Biskupsstofa auglýsir eftir mannauðsstjóra og er umsóknarfrestur til 5. júní n.k. Sjá nánar um þá auglýsingu: Mannauðsstjóri Biskupsstofu

Á næstunni verða auglýst embætti í Austurlandsprófastsdæmi, Vesturlandsprófastsdæmi og Reykjavíkur prófastsdæmi vestra.

  • Embætti

  • Frétt

  • Umsókn

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju