#trashtag og gæludýrablessun

24. maí 2019

#trashtag og gæludýrablessun

#trashtag

Laugardaginn 25. maí ætlar Grafarvogskirkja að skora á alla Grafarvogsbúa að fara út og plokka og taka þátt í #trashtag áskoruninni á Instagram.

Hún fer þannig fram að fólk tekur ,,fyrir” mynd af ruslinu áður en það byrjar að plokka, og ,,eftir” mynd af sér með ruslinu í poka, og setur á Instagram undir myllumerkjunum #trashtag og #grafarvogskirkja. Undanfarið hefur farið fram markviss vinna í söfnuðinum í umhverfismálum og #trashtag áskorunin er hluti af þeirri vinnu.

Áskorunin er hluti af þátttöku Grafarvogskirkju í Grafarvogsdeginum sem er á sunnudaginn, en kirkjan hefur tekið þátt í deginum frá upphafi með ýmsu móti. Fyrir ári síðan var boðið upp á gæludýrablessun í Kirkjuselinu í Spöng og þátttakan var þó nokkur.

Í ár verður aftur boðið upp á gæludýrablessun laugardaginn 25. maí kl. 13 í Kirkjuselinu í Spöng. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir leiðir stundina og Hákon Leifsson leikur undir söng.

Öll gæludýr eru velkomin ásamt eigendum og munu fá fyrirbæn og blessun.

    Hótel Kríunes við Elliðavatn

    Kyrrðardagar á Kríunesi

    02. jan. 2025
    ...á vegum Kyrrðarbænasamtakanna
    Árbæjarkirkja

    Laust starf organista

    02. jan. 2025
    ...við Árbæjarkirkju
    Frá úthlutuninni

    Hallgrímskirkja úthlutar til hjálparstarfs

    02. jan. 2025
    ...úr Líknarsjóði kirkjunnar