Arnarvængir

25. maí 2019

Arnarvængir

Arnarvængir

Minningar- og styrktarsjóðurinn Örninn býður börnum og unglingum upp á samverur sem misst hafa náinn ástvin. Örninn eða arnarvængir.is eru ung samtök til stuðnings börnum í sorg.

Fjórum sinnum á ári eru haldnar samverur fyrir foreldra og börn sem nýta sér helgardvöl í sumarbúðum. Það er nauðsynlegt að byggja upp traust áður en lagt er af stað og einnig að veita eftirfylgd þegar búið er að fara í sumarbúðirnar.

Það eru allskonar tilfinningar sem brjótast um innra með börnum og unglingum sem geta valdið kvíða, óöryggi og depurð. Þá er gott að leita til Arnarins sem getur stutt við foreldra og börn sem eru að ganga í gegnum erfitt sorgarferli. Prestar og sálfræðingar bjóða upp á samtöl til uppörvunar og stuðnings. Með þessu vilja þau skapa vettvang og mikilvæga úrvinnslu til framtíðar fyrir börn og unglinga á Íslandi sem hafa orðið fyrir sorg og áföllum.

Örninn fær einnig góða fyrirlesara inn í þessa hópavinnu, sjúkrahúspresta, sálfræðinga og fólk sem er komið á þann stað að það getur deilt lífsreynslu sinni. Það eru allir velkomnir sem á þurfa að halda og það er aldrei spurt um trúfélagsaðild þegar fólk leitar til Arnarins.

Markmiðið er að veita börnum og unglingum öruggt umhverfi þar sem þau eiga það sameiginlegt að hafa misst ástvin. Þarna geta þau heiðrað minningu ástvina sinna, notið samverunnar og haft gaman.


Hér að neðan eru önnur mikilvæg félög fyrir fullorðna sem upplifa sorg vegna missis.

*Ný dögun er öllum opið. Starfsemin felst í stuðningi við þá sem eiga um sárt að binda vegna ástvinamissis ásamt almennri fræðslu og fyrirlestrum um sorg og sorgarviðbrögð.

*Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur.

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Samfélag

  • Fræðsla

  • Samfélag

Hótel Kríunes við Elliðavatn

Kyrrðardagar á Kríunesi

02. jan. 2025
...á vegum Kyrrðarbænasamtakanna
Árbæjarkirkja

Laust starf organista

02. jan. 2025
...við Árbæjarkirkju
Frá úthlutuninni

Hallgrímskirkja úthlutar til hjálparstarfs

02. jan. 2025
...úr Líknarsjóði kirkjunnar