Kirkjuþing unga fólksins

25. maí 2019

Kirkjuþing unga fólksins

Í morgun var 14.  kirkjuþing unga fólksins sett í Grensáskirkju. Starfsreglur segja til um að kirkjuþing unga fólksins skuli haldið að vori og starfa í tvo daga. Biskup boðar til þingsins í samráði við forseta kirkjuþings.

Á kirkjuþingi unga fólksins er rætt um stöðu ungs fólks í þjóðkirkjunni og í samfélagi kirkna um allan heim. Ungt fólk hefur góðan vettvang til áhrifa í kirkjunni þar sem þingið er.

Verkefnisstjóri Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar undirbýr þingið í samvinnu við Biskupsstofu.

Þingið hófst á helgistund sem biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, stýrði. Lagði hún út af kristniboðstilskipuninni úr Matteusarguðspjalli 28. 18-20. Þar væri gleðirík skylda að ganga erinda frelsarans og þar hefði ungt fólk mikilvægu hlutverki að gegna. Í lok stundarinnar flutti biskup blessun.

Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, flutti ávarp. Sagði unga fólkið hafa mikið fram að færa til kirkjunnar og það gæti haft áhrif og þingið væri mikilvægur vettvangur til þess. Í fyrsta sinn stæði kirkjuþing unga fólksins yfir í tvo daga og sú nýlunda myndi styrkja þingið og áhrif unga fólksins. Að því búnu setti hún þingið.

Berglind Hönnudóttir var kjörin forseti kirkjuþings unga fólksins.

Á kirkjuþingi unga fólksins sitja 29 fulltrúar úr prófastsdæmunum níu ásamt fulltrúum frá KFUM og K. Allir hafa málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt. Gögn kirkjuþings unga fólksins voru rafræn í anda umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar.

Dagskrá kirkjuþings unga fólksins, 25. -26. maí 2019.

Laugardagurinn 25. maí

10:00 Morgunmatur
10:15 Helgistund og þingsetning
11:45 Hádegismatur
12:45 Umhverfismál - samhristingur
13:30 Mál kirkjuþings unga fólksins 2019
14:00 Fyrirspurnir til biskups
14:30 Nefndarstörf I
15:00 Kaffi
15:15 Kynning á hjálparstarfi kirkjunnar
16:15 Shake and Pizza/keila
18:00 Shake and Pizza/matur Ef vilji er fyrir hendi þá er hægt að fara í karaoke í Grensáskirkju eftir matinn. (c.a kl. 19)

Sunnudagurinn 26. maí
10:30 Morgunmatur, undirbúningur fundastarfa
11:00 Messa
12:00 Matur
12:40 Nefndarstörf II
14:00 Flutningur mála og atkvæðagreiðsla
15:00 Kaffi, kaka og kveðjustund

Starfsreglur um kirkjuþing unga fólksins má sjá hér:

https://kirkjan.is/library/Files/Starfsreglur/Starfsreglur%20um%20kirkju%C3%BEing%20unga%20f%C3%B3lksins%20nr.%20952-2009,%20sbr.%201053-2018.pdf

  • Æskulýðsmál

  • Biskup

  • Frétt

  • Viðburður

  • Biskup

Sr. Guðmundur og sr. Guðrún.jpg - mynd

Fyrri umferð biskupskosninga lokið

16. apr. 2024
...kosið verður á milli sr. Guðmundar Karls og sr. Guðrúnar
Frá Presta- og djáknastefnunni 2023 í Grensáskirkju

Presta- og djáknastefnan 2024 sett á morgun

15. apr. 2024
...í Stykkishólmi