Vígð til íslenska safnaðarins í Noregi

27. maí 2019

Vígð til íslenska safnaðarins í Noregi

Prestsvígsla í DómkirkjunniÍ gær vígði biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, cand. theol., Ingu Harðardóttur, í Dómkirkjunni í Reykjavík, til þjónustu við íslenska söfnuðinn í Noregi. Athöfnin var hátíðleg og fjölmenn.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, prófastur Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, lýsti vígslu. Vígsluvottar voru sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, prestur í Hallgrímskirkju, sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir, héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, og sr. Elínborg Sturludóttir, prestur í Dómkirkjunni, sem þjónaði fyrir altari.

Umsóknarfrestur um starfið rann út 21. janúar sl. og sóttu tveir um embættið. Annar umsækjandinn dró umsókn sína til baka. Um 7000 Íslendingar sem tilheyra þjóðkirkjunni eru búsettir í Noregi og hefur safnaðarstarfið lengi vel verið öflugt.
  • Embætti

  • Frétt

  • Messa

  • Viðburður

Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall
Skálholtshátíð 2.jpg - mynd

Skálholtshátíð kallar með gleði í tali, göngu og tónum

18. júl. 2025
Framundan er þétt og glæsileg dagskrá Skálholtshátíðar sem stendur fram á sunnudag.
Margrét Rut Valdimarsdóttir

Margrét Rut Valdimarsdóttir ráðin

11. júl. 2025
...prestur í Húnavatnsprestakalli