Kirkjan og rafbíllinn

28. maí 2019

Kirkjan og rafbíllinn

Umhverfisstefna kirkjunnar

Á prestastefnu 2019 var samþykkt ítarleg umhverfistillaga sem greint var frá hér á kirkjan.is 4. maí s.l. Einnig skal bent á umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar.

Á kirkjuráðsfundi 8. maí s.l. var lýst ánægju með samþykkt prestastefnu. Kirkjuráðsfundurinn samþykkti einnig að á þessu ári skyldi ráðist í að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla við Biskupsgarð í Reykjavík, í Skálholti og á Hólum, og við þjónustumiðstöð Biskupsstofu í Háteigskirkju. Kirkjuráð samþykkti einnig hvatningu til sóknarnefnda um að koma upp rafhleðsluútbúnaði við kirkjur og safnaðarheimili.

Þá samþykkti kirkjuþing unga fólksins 2019 tvær tillögur um umhverfismál. Annars vegar hvatningu til kirkjulegra yfirvalda að draga úr flugferðum starfsfólks eftir því sem kostur væri og kolefnisjafna þær ferðir sem farnar væru, og hins vegar áskorun til hins almenna kirkjuþings um að starfsemi þess verði pappírslaus. Nýliðið kirkjuþing unga fólksins var pappírslaust sem og nýliðinn héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis vestra.

Kirkjuþing 2017 samþykkti þingsályktun um umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar, málið var flutt af kirkjuráði.

Hér má finna umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar: 

Umhverfisstefna kirkjunnar
  • Forvarnir

  • Frétt

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Samfélag

Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall
Skálholtshátíð 2.jpg - mynd

Skálholtshátíð kallar með gleði í tali, göngu og tónum

18. júl. 2025
Framundan er þétt og glæsileg dagskrá Skálholtshátíðar sem stendur fram á sunnudag.
Margrét Rut Valdimarsdóttir

Margrét Rut Valdimarsdóttir ráðin

11. júl. 2025
...prestur í Húnavatnsprestakalli