Fjórar prestsstöður í Austfjarðaprestakalli

31. maí 2019

Fjórar prestsstöður í Austfjarðaprestakalli

Heydalakirkja

Biskup Íslands hefur sent til birtingar í Lögbirtingablaði auglýsingar fyrir fjórar prestsstöður í Austfjarðaprestakalli. Gert er ráð fyrir að auglýsingarnar birtist síðan á vef kirkjunnar um miðja næstu viku.

Prestakallið, sem er myndað með sameiningu fimm prestakalla á Austfjörðum nær frá Brekkusókn í Mjóafirði í austri til Hofssóknar í Álftafirði í suðri. Gert er ráð fyrir að tvö þessara embætta hafi sérstakar þjónustuskyldur við Norðfjarðar-, Brekku-,Reyðarfjarðar-, Eskifjarðar og Fáskrúðsfjarðarsóknir, með sérstökum hæfniskröfum á sviði sálgæslu annars vegar og í barna-og æskulýðsstarfi hins vegar.

Tveimur embættanna fylgja prestssetur með búsetuskyldu prestanna, þ.e. á prestssetursjörðinni Heydölum í Breiðdal annars vegar og á Djúpavogi hins vegar. Sá prestur sem verður búsettur á Djúpavogi mun hafa sérstakar þjónustuskyldur við Djúpavogssókn, Berufjarðarsókn, Berunessókn og Hofssókn.

Allir prestarnir fimm munu síðan þjóna prestakallinu í heild á grundvelli samstarfssamnings og erindisbréfa fyrir hvern og einn. Ráðgert er að skipað verði í tvær stöður síðsumars og í stöðurnar í Heydölum og á Djúpavogi 1. nóvember næsta vetur.

Sjá betur hér: Laus störf

  • Auglýsing

  • Embætti

  • Frétt

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju