Fjórar prestsstöður í Austfjarðaprestakalli

31. maí 2019

Fjórar prestsstöður í Austfjarðaprestakalli

Heydalakirkja

Biskup Íslands hefur sent til birtingar í Lögbirtingablaði auglýsingar fyrir fjórar prestsstöður í Austfjarðaprestakalli. Gert er ráð fyrir að auglýsingarnar birtist síðan á vef kirkjunnar um miðja næstu viku.

Prestakallið, sem er myndað með sameiningu fimm prestakalla á Austfjörðum nær frá Brekkusókn í Mjóafirði í austri til Hofssóknar í Álftafirði í suðri. Gert er ráð fyrir að tvö þessara embætta hafi sérstakar þjónustuskyldur við Norðfjarðar-, Brekku-,Reyðarfjarðar-, Eskifjarðar og Fáskrúðsfjarðarsóknir, með sérstökum hæfniskröfum á sviði sálgæslu annars vegar og í barna-og æskulýðsstarfi hins vegar.

Tveimur embættanna fylgja prestssetur með búsetuskyldu prestanna, þ.e. á prestssetursjörðinni Heydölum í Breiðdal annars vegar og á Djúpavogi hins vegar. Sá prestur sem verður búsettur á Djúpavogi mun hafa sérstakar þjónustuskyldur við Djúpavogssókn, Berufjarðarsókn, Berunessókn og Hofssókn.

Allir prestarnir fimm munu síðan þjóna prestakallinu í heild á grundvelli samstarfssamnings og erindisbréfa fyrir hvern og einn. Ráðgert er að skipað verði í tvær stöður síðsumars og í stöðurnar í Heydölum og á Djúpavogi 1. nóvember næsta vetur.

Sjá betur hér: Laus störf

  • Auglýsing

  • Embætti

  • Frétt

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.