Prófasturinn er Spursari

1. júní 2019

Prófasturinn er Spursari

séra Gísli Jónasson

Í dag er spennan ískyggilega mikil í enska fótboltanum.

Stuðningsmenn ensku knattspyrnuliðanna Liverpool og Tottenham bíða eftir afar spennandi úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Tottenham leikur í fyrsta sinn í sögunni til úrslita um Evrópumeistaratitilinn á meðan Liverpool er annað árið í röð í úrslitum deildar þeirra bestu og hefur auk þess unnið keppnina fimm sinnum. Leikurinn fer fram á Wanda Metropolitano leikvangnum í Madrid sem tekur 68000 þúsund áhorfendur í sæti og hefst kl. 19.00 í kvöld.

Augljóst er á myndinni að prófasturinn í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, sr. Gísli Jónasson, er eldheitur stuðningsmaður Tottenham Hotspur; hann er semsé Spursari eins og þeir eru stundum kallaðir. Og hann er kominn í stellingar til að fylgjast með leiknum.

Tottenham er fótboltalið í norður London. Þrír íslenskir fótboltakappar hafa leikið með félaginu, þeir Guðni Bergsson og Gylfi Þór Sigurðsson. Einnig lék Eiður Smári Guðjohnsen með liðinu um stutt skeið. Enginn Íslendingur hefur enn sem komið er leikið með Liverpool en þó voru til dæmis þeir Haukur Ingi Guðnason, Emil Hallfreðsson og Guðlaugur Victor Pálsson, á mála hjá liðinu en spiluðu aldrei með.

Kirkja og fótbolti hefur löngum tengst. Sr. Friðrik Friðriksson, leiðtogi KFUM og K, stofnaði tvö knattspyrnufélög, Val og Knattspyrnufélagið Hauka í Hafnarfirði. Hlaðvarpið Sóknarmenn Séra Friðriks, hefur verið við lýði um tíma en það eru félagsmenn í Haukum sem sjá um það. Sjá hér: Sóknarmenn séra Friðriks. Þá má nefna að sumarbúðir KFUM í Vatnaskógi búa við einstaklega góða aðstöðu til knattspyrnuiðkunar.

Vinsældir knattspyrnu er miklar og hún nær til allra þjóðfélagshópa. Enginn er undanskilinn. Í kringum knattspyrnuna hefur myndast ákveðin menning sem áhugafólkið mótar og tekur þátt í. Klúbbar eru stofnaðir þar sem komið er saman og rýnt í stöðuna, horft á leiki og spáð um framvinduna. Húfur og treflar, könnur og veifur, plaköt og styttur af knattspyrnuhetjum, heilla áhugafólkið.

Prófasturinn í eystra prófastsdæminu í Reykjavík hefur allavega orðið sér úti um Tottenham-könnu og trefil í tilefni leiksins.

Nú er bara sjá hvort liðið vinnur.

  • Frétt

  • Samfélag

  • Samfélag

Hótel Kríunes við Elliðavatn

Kyrrðardagar á Kríunesi

02. jan. 2025
...á vegum Kyrrðarbænasamtakanna
Árbæjarkirkja

Laust starf organista

02. jan. 2025
...við Árbæjarkirkju
Frá úthlutuninni

Hallgrímskirkja úthlutar til hjálparstarfs

02. jan. 2025
...úr Líknarsjóði kirkjunnar