Strákafjör í Akureyrarkirkju

1. júní 2019

Strákafjör í Akureyrarkirkju

Strákafjör í Akureyrarkirkju

Maímánuður í Akureyrarkirkju var tileinkaður fjörugum strákum í 1.-3. bekk. Þeir komu hvern miðvikudag í maí og fóru í leiki og skoðunarferðir og gerðu margt skemmtilegt.

Fyrsti tíminn var haldinn í kirkjunni sjálfri þar sem farið var í hópeflisleiki. Farið var í skoðunarferð um kirkjuna og feluleiki í allri kirkjunni. Að lokum var lesin biblíusagan um Faðirvorið.

Annar tíminn var fyrir utan kirkjuna og þá var farið í þrautir; kirkjutröppuhlaup, stígvélakast, krítað og svarað skemmtilegum spurningum. Svo endaði samveran á sögustund í kirkjutröppunum.

Í þriðja tíma var farið í boltaleiki á Hamarskotstúninu og í fjórða og síðasta tímanum voru pylsur og djús, haldið búningaball, horft á myndbönd úr sunnudagaskólaefninu, um Nebba og Hafdísi & Klemma, og svo var farið í frjálsa leiki. Drengirnir fengu svo allir kveðjuskjöl í lokin frá kirkjunni.

Strákarnir voru spenntir fyrir að mæta í kirkjuna sína og hlökkuðu alltaf til að koma aftur og aftur. Þeim var sagt frá vetrarstarfinu og hvattir til að mæta í haust.

Það er von okkar í Akureyrarkirkju að sjá strákana í haust í kirkjustarfinu enda skemmtilegir og fjörugir drengir á ferðinni.

 

  • Æskulýðsmál

  • Barnastarf

  • Frétt

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju