Kirkjugarðasamband Íslands

4. júní 2019

Kirkjugarðasamband Íslands

Fossvogskirkjugarður

Næstkomandi 8. júní verður haldinn aðalfundur Kirkjugarðasambands Íslands á Hallormsstað. Það er tuttugasti og fjórði aðalfundur sambandsins. Kirkjugarðasamband Íslands var stofnað 1995 og markmið þess er að efla samstarf starfsmanna og stjórna kirkjugarða. Það gætir hagsmuna kirkjugarða gagnvart stjórnvöldum og miðlar upplýsingum um starfsemina.

Rekstur kirkjugarða hefur átt undir högg að sækja hin síðari ár. Framlög til þeirra hafa verið skorin niður um 3,4 milljarða króna að nafnvirði miðað við samkomulag frá 2005. Ekki hefur tekist að fá leiðréttingu mála hjá stjórnvöldum þrátt fyrir skýrslur og fundahöld.

Kirkjugarðar eru alls 250 á landinu og þeim er stýrt af 236 ólaunuðum stjórnum.

Fjármál kirkjugarðanna verða meðal annars rædd á aðalfundinum.

Á Alþingi var lögð fram s.l. haust athyglisverð fyrirspurn um málefni kirkjugarða sem sjá má hér: Alþingi.is

  • Frétt

  • Fundur

  • Samfélag

  • Samfélag

Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna