Göngumessa í Kjós

11. júní 2019

Göngumessa í Kjós

Myndina tók Sigríður Pétursdóttir

Góðviðrið kom sér vel um hvítasunnuhelgina hjá þeim söfnuðum sem boðuðu til helgihalds úti í guðsgrænni náttúrunni.

Á hvítasunnudag var á Reynivöllum í Kjós útihelgihald, göngumessa.

Fólk kom saman í Reynivallakirkju en þar ávarpaði sóknarpresturinn, sr. Arna Grétarsdóttir, viðstadda og fór með bæn. Kór Reynivallaprestakalls söng. Síðan var gengið að kirkjugarðinum á Reynivöllum en þar mun rísa aðstöðuhús sem er mjög nútímalegt og mun falla vel inn í umhverfið – var það kynnt nánar í lok göngumessunnar. Frá kirkjugarðinum var haldið inn á gamla Kirkjustíginn og austur með Reynivallahálsi. Leiðin er mjög falleg og gengið var að vatnsbrunni sem þar er, niður að Laxá og meðfram ánni heim að Reynivöllum. Á nokkrum völdum stöðum var numið staðar, lesnir textar úr helgum ritum og pílagrímafræðum. Lestur var í höndum Rúnars Vilhjálmssonar en sóknarpresturinn leiddi íhuganir og stýrði för.

Kór Reynivallaprestakalls söng í upphafi ferðar og á einum stað á göngunni. Þegar komið var á Reynivelli var kaffi og hressing þegin í boði sóknarnefndar. Sungið var Land míns föður við fánastöngina. Kórstjóri var Guðmundur Ómar Óskarsson, organisti.

Þó nokkur fjöldi fólks á ýmsum aldri tók þátt í göngumessunni sem var afar vel heppnuð.

Göngumessum hefur farið fjölgandi á undanförnum árum enda getur fólk sameinað margt í þeim, samfélag, helgihald og útivist.

  • Frétt

  • Messa

  • Samfélag

  • Samfélag

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.