„...þeir þekkja raust hans.“

14. júní 2019

„...þeir þekkja raust hans.“

Mynd - The Lutheran World Federation

Íslenska þjóðkirkjan gerðist aðili að Lútherska heimssambandinu við stofnun þess árið 1947 í Lundi í Svíþjóð. Markmið þessara samtaka er að lútherskar kirkjur um allan heim taki höndum saman og vinni að ýmsum málum er snerta samfélag, trú og samvinnu þjóða. Lögð er áhersla á samkirkjulega þætti, guðfræði, mannréttindi, hjálparstarf og samtal milli trúarbragða.

Starfsemi sambandsins er mjög viðamikil og er meðal annars margvíslegt hjálparstarf rekið á vegum þess víða um heim.

Lútherska heimssambandið hefur innan sinna vébanda 148 kirkjur frá tæplega eitthundrað löndum sem telja samanlagt hátt í 80 milljónir manna. Fjölmennasta lútherska kirkjan í sambandinu er hin eþíópíska, með rúma átta milljónir meðlima.

Árlegur stjórnarfundur Lútherska sambandsins stendur nú yfir í Genf í Sviss en hann hófst í gær og honum lýkur hinn 18. júní. Stjórnin sér um rekstur heimssambandsins milli heimsþinga þess. Yfirskrift stjórnarfundarins að þessu sinni er: „...því að þeir þekkja raust hans.“ (Jóhannesarguðspjall 10.4). Í stjórninni, sem heimsþing sambandsins kýs hverju sinni, sitja 48 fulltrúar kirknanna í LH og fulltrúi Íslands er sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir. Til viðbótar eru skipaðir ráðgjafar í hverja nefnd, til að styðja við starfið með innsýn sinni og þekkingu. Magnea Sverrisdóttir, djákni, er skipuð ráðgjafi í fjárlaganefnd stjórnarinnar. Þetta þýðir að þjóðkirkjan á tvo fulltrúa sem koma að starfi stjórnar Lh, annars vegar fulltrúa í stjórninni, hins vegar ráðgjafa sem er kölluð til að styðja fjárhagsnefndina.

Á dagskrá fundarins eru almenn fundarstörf og auk þess verður rætt um stefnu Lútherska heimssambandsins. Þá eru ýmsir fyrirlestrar fluttir.

Nánar má sjá um Lútherska heimssambandið hér: lutheranworld.org

  • Alþjóðastarf

  • Frétt

  • Hjálparstarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Samfélag

  • Hjálparstarf

  • Samfélag

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju