Góðverkavika í Akureyrarkirkju

18. júní 2019

Góðverkavika í Akureyrarkirkju

Góðverkavika

Vikuna 11. - 14. júní var boðið upp á sumarnámskeið fyrir krakka úr 5. - 7. bekk, þ.e. fyrir TTT krakka sem eru tíu til tólf ára. Námskeiðið nefndist Góðverkavika og eins og nafnið gefur til kynna var verið að vinna með ýmis góðverk.

Námskeiðið fylltist og var góður hópur sem mætti í góðverkin. Fyrsta daginn voru hópeflisleikir á dagskránni og ratleikur. Þann dag var verið í kirkjunni.

Á miðvikudeginum var farið í rjómablíðu í Lystigarðinn þar sem forstöðumaðurinn Guðrún tók á móti okkur og lét krakkana hafa verkefni og verkfæri. Þau hreinsuðu stéttina fyrir framan garðinn og stóðu sig mjög vel. Guðrún sagði að þau væru velkomin aftur og taldi að fleiri gætu tekið sér þetta til fyrirmyndar. Að sjálfsögðu var farið í lautarferð í leiðinni í fallega garðinum og komu krakkarnir með nesti að heiman.

Á fimmtudeginum voru góðverk gerð á Öldrunarheimili Akureyrar. Viðburðarstjórinn Ásta tók á móti þeim og sýndi okkur deildirnar. Börnin fengu það verkefni að lesa upp fyrir fólkið og spila á spil. Þetta tókst mjög vel og vakti ánægju íbúanna og voru krakkarnir til fyrirmyndar. Þau fengu sér nestispásu á staðnum og héldu svo niður í kirkju að föndra fyrir næsta dag. Sr. Hildur Eir kom og spjallaði við hópinn um góðverk og hvernig manni líður þegar maður gerir góðverk. Hún minntist einnig á þessa keðjuverkun sem fer af stað þegar einn gerir góðverk, þá smitast það og sá sem þiggur gerir líka góðverk og þannig heldur það áfram. Hún tengdi góðverkið einnig við gullnu regluna „ allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“ . Þetta var gott innlegg í góðverkavikuna okkar.

Síðasti dagurinn var svo skiplagður af krökkunum sjálfum, en búið var að ræða dagana á undan hvað væri hægt að gera meira, hvernig góðverk o.s.frv. Þau byrjuðu á því að baka möffins. Á meðan kökurnar bökuðust og kólnuðu skrifuðu þau og skreyttu kort og steina með fallegum orðum og setningum. Krökkunum var boðið upp á ísveislu og möffins áður en þau lögðu af stað í leiðangur. Var fyrsta stoppistöð Lögreglustöð Akureyrar þar sem þau vildi gefa lögreglunni möffins. Lögreglustjórinn tók á móti þeim og veitti kökunum viðtöku. Hún var afar ánægð með þetta framtak þeirra og þakkaði kærlega fyrir. Hún bauð þeim að koma og skoða stöðina og þótti þeim mjög merkilegt að sjá fangaklefana.

Að þessari heimsókn lokinni héldu þau áfram niður í miðbæ þar sem þau gáfu vegfarendum og einnig starfsfólki í búðum fallega skreytta miða, eða steina. Þetta gladdi marga og fengu þau faðmlög og jákvætt viðmót í staðinn. Þegar þetta verkefni var búið var farið upp í kirkju aftur þar sem börnin fengu kveðjuskjöl og hrós frá stjórnanda námskeiðisins.

Þetta var góðverkavika duglegra krakka sem verður vonandi öðrum hvatning og til fyrirmyndar.

Sonja Kro, æskulýðsfulltrúi Akureyrarkirkju.

  • Æskulýðsmál

  • Barnastarf

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Fræðsla

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju