Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju

20. júní 2019

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju

Hallgrímskirkja

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju býður til glæsilegrar tónlistarveislu með 28 spennandi tónleikum í sumar, þar sem hrífandi orgeltónar fylla hvelfingar Hallgrímskirkju.

Með þremur tónleikum á viku frá 22. júní til 25. ágúst 2019 gefst gestum tækifæri til að hlýða á fjölbreytta orgeltónlist með framúrskarandi organistum frá 6 þjóðlöndum sem leika á Klais orgel Hallgímskirkju. Íslenskir organistar koma fram á hinu Alþjóðlega Orgelsumari á fimmtudögum og laugardögum kl. 12 og á sunnudögum kl. 17.

Upphafstónleikar Alþjóðlegs orgelsumars 2019.

22. júní kl. 12.00 - 12.30 - Björn Steinar Sólbergsson organisti í Hallgrímskirkju, Reykjavík.
Björn Steinar flytur verk eftir Johann Sebastian Bach og Alexandre Guilmant. Miðaverð 2500.-

23. júní kl. 17.00 - 18.00 - Björn Steinar Sólbergsson organisti í Hallgrímskirkju, Reykjavík.
Á efnisskrá eru verk eftir Louis Viérne, Jón Leifs, Hildigunni Rúnarsdóttur og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Miðaverð 3000.-

  • Auglýsing

  • Frétt

  • Menning

  • Tónlist

  • Menning

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju