Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju

20. júní 2019

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju

Hallgrímskirkja

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju býður til glæsilegrar tónlistarveislu með 28 spennandi tónleikum í sumar, þar sem hrífandi orgeltónar fylla hvelfingar Hallgrímskirkju.

Með þremur tónleikum á viku frá 22. júní til 25. ágúst 2019 gefst gestum tækifæri til að hlýða á fjölbreytta orgeltónlist með framúrskarandi organistum frá 6 þjóðlöndum sem leika á Klais orgel Hallgímskirkju. Íslenskir organistar koma fram á hinu Alþjóðlega Orgelsumari á fimmtudögum og laugardögum kl. 12 og á sunnudögum kl. 17.

Upphafstónleikar Alþjóðlegs orgelsumars 2019.

22. júní kl. 12.00 - 12.30 - Björn Steinar Sólbergsson organisti í Hallgrímskirkju, Reykjavík.
Björn Steinar flytur verk eftir Johann Sebastian Bach og Alexandre Guilmant. Miðaverð 2500.-

23. júní kl. 17.00 - 18.00 - Björn Steinar Sólbergsson organisti í Hallgrímskirkju, Reykjavík.
Á efnisskrá eru verk eftir Louis Viérne, Jón Leifs, Hildigunni Rúnarsdóttur og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Miðaverð 3000.-

  • Auglýsing

  • Frétt

  • Menning

  • Tónlist

  • Menning

Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna