Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju

20. júní 2019

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju

Hallgrímskirkja

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju býður til glæsilegrar tónlistarveislu með 28 spennandi tónleikum í sumar, þar sem hrífandi orgeltónar fylla hvelfingar Hallgrímskirkju.

Með þremur tónleikum á viku frá 22. júní til 25. ágúst 2019 gefst gestum tækifæri til að hlýða á fjölbreytta orgeltónlist með framúrskarandi organistum frá 6 þjóðlöndum sem leika á Klais orgel Hallgímskirkju. Íslenskir organistar koma fram á hinu Alþjóðlega Orgelsumari á fimmtudögum og laugardögum kl. 12 og á sunnudögum kl. 17.

Upphafstónleikar Alþjóðlegs orgelsumars 2019.

22. júní kl. 12.00 - 12.30 - Björn Steinar Sólbergsson organisti í Hallgrímskirkju, Reykjavík.
Björn Steinar flytur verk eftir Johann Sebastian Bach og Alexandre Guilmant. Miðaverð 2500.-

23. júní kl. 17.00 - 18.00 - Björn Steinar Sólbergsson organisti í Hallgrímskirkju, Reykjavík.
Á efnisskrá eru verk eftir Louis Viérne, Jón Leifs, Hildigunni Rúnarsdóttur og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Miðaverð 3000.-

  • Auglýsing

  • Frétt

  • Menning

  • Tónlist

  • Menning

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.