Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju

20. júní 2019

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju

Hallgrímskirkja

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju býður til glæsilegrar tónlistarveislu með 28 spennandi tónleikum í sumar, þar sem hrífandi orgeltónar fylla hvelfingar Hallgrímskirkju.

Með þremur tónleikum á viku frá 22. júní til 25. ágúst 2019 gefst gestum tækifæri til að hlýða á fjölbreytta orgeltónlist með framúrskarandi organistum frá 6 þjóðlöndum sem leika á Klais orgel Hallgímskirkju. Íslenskir organistar koma fram á hinu Alþjóðlega Orgelsumari á fimmtudögum og laugardögum kl. 12 og á sunnudögum kl. 17.

Upphafstónleikar Alþjóðlegs orgelsumars 2019.

22. júní kl. 12.00 - 12.30 - Björn Steinar Sólbergsson organisti í Hallgrímskirkju, Reykjavík.
Björn Steinar flytur verk eftir Johann Sebastian Bach og Alexandre Guilmant. Miðaverð 2500.-

23. júní kl. 17.00 - 18.00 - Björn Steinar Sólbergsson organisti í Hallgrímskirkju, Reykjavík.
Á efnisskrá eru verk eftir Louis Viérne, Jón Leifs, Hildigunni Rúnarsdóttur og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Miðaverð 3000.-

  • Auglýsing

  • Frétt

  • Menning

  • Tónlist

  • Menning

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju