Hjólreiðamessa

20. júní 2019

Hjólreiðamessa

Hjólamessa

Sunnudaginn 23. júní verður hjólreiðamessa í kirkjum í Hafnarfirði og Garðabæ. Hjólað verður á milli kirknanna og áð í stutta stund á hverjum stað samkvæmt eftirfarandi áætlun:

Kl. 10:00 Ástjarnarkirkja – Upphafsbæn og sálmur

Kl. 10:00 Vídalínskirkja – Upphafsbæn og sálmur

Kl. 10:30 Hafnarfjarðarkirkja – Miskunnarbæn, dýrðarsöngur, lestrar

Kl. 11:00 Víðistaðakirkja – Guðspjall og sálmur. Hressing

Kl. 11:30 Garðakirkja – Hugleiðing, kirkjubæn

Kl. 12:15 Bessastaðakirkja – Altarisganga

Kl. 12:30 Haldið heim

Hægt er að hjóla styttri leiðir og koma í einstakar kirkjur eftir því hvað hentar hverjum og einum. Kjörið tækifæri fyrir fjölskylduna að hjóla saman. Munið eftir hjálmunum!

  • Auglýsing

  • Frétt

  • Messa

  • Samfélag

  • Samfélag

Sr. Erla Björk Jónsdóttir

Vel mætt í bænastundir

30. jún. 2024
...í Dalvíkurkirkju
Sr. Guðrún kveður

Húsfyllir við kveðjumessuna

30. jún. 2024
...sr. Guðrún kveður Grafarvogssöfnuð