Tveir umsækjendur eru um embætti prests

20. júní 2019

Tveir umsækjendur eru um embætti prests

Skinnastaðakirkja

Tveir umsækjendur eru um embætti prests í Langanes- og Skinnastaðaprestakalli, með aðsetur á Þórshöfn.

Umsækjendurnir eru

Cand theol Alfreð Örn Finnsson

Mag theol Jarþrúður Árnadóttir

Frestur til að sækja um embættið rann út á miðnætti miðvikudaginn 18. júní 2019.
Biskup Íslands skipar í embættið frá 1. september 2019 til fimm ára. Umsóknir hljóta umfjöllun matsnefndar um hæfni til prestsembættis og að fenginni niðurstöðu hennar fjallar kjörnefnd prestakallsins um umsóknirnar. Kjörnefnd kýs að því búnu milli umsækjendanna og skipar biskup Íslands þann umsækjanda sem hlýtur löglega kosningu.

  • Auglýsing

  • Embætti

  • Frétt

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju