Biskupsstofa flytur

21. júní 2019

Biskupsstofa flytur

Höfðatorg

Biskupsstofa hefur tekið á leigu fasteignina Katrínartún 4, 3. hæð, 105 Reykjavík.

Eignin er staðsett á Höfðatorgi. Öll starfsemi biskupsstofu verður þá sameinuð á einni hæð, þ.m.t. Þjónustumiðstöð biskupsstofu sem nú er til húsa á neðri hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Gert er ráð fyrir að allar aðstæður starfsfólks, trúnaðarmanna kirkjunnar og viðskiptavina batni til muna á nýja staðnum. Aðgengi batnar einnig til muna þar sem aðgangur er að stóru bílahúsi sem er undir byggingunum á Höfðatorgi.

Gert ráð fyrir að Fjölskylduþjónusta kirkjunnar flytjist í núverandi húsnæði Þjónustumiðstöðvarinnar í Háteigskirkju.

Reiknað er með að breytingar á húsnæðinu og flutningum verði lokið í haust.


Samningurinn handsalaður.

Kirkjuhúsið að Laugavegi 31, Reykjavík, verður auglýst til sölu um helgina í fjölmiðlum.


  • Biskup

  • Frétt

  • Skipulag

  • Biskup

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju