Biskupsstofa flytur

21. júní 2019

Biskupsstofa flytur

Höfðatorg

Biskupsstofa hefur tekið á leigu fasteignina Katrínartún 4, 3. hæð, 105 Reykjavík.

Eignin er staðsett á Höfðatorgi. Öll starfsemi biskupsstofu verður þá sameinuð á einni hæð, þ.m.t. Þjónustumiðstöð biskupsstofu sem nú er til húsa á neðri hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Gert er ráð fyrir að allar aðstæður starfsfólks, trúnaðarmanna kirkjunnar og viðskiptavina batni til muna á nýja staðnum. Aðgengi batnar einnig til muna þar sem aðgangur er að stóru bílahúsi sem er undir byggingunum á Höfðatorgi.

Gert ráð fyrir að Fjölskylduþjónusta kirkjunnar flytjist í núverandi húsnæði Þjónustumiðstöðvarinnar í Háteigskirkju.

Reiknað er með að breytingar á húsnæðinu og flutningum verði lokið í haust.


Samningurinn handsalaður.

Kirkjuhúsið að Laugavegi 31, Reykjavík, verður auglýst til sölu um helgina í fjölmiðlum.


  • Biskup

  • Frétt

  • Skipulag

  • Biskup

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju