Jónsmessa – miðsumar

24. júní 2019

Jónsmessa – miðsumar

Jónsmessan

Jónsmessa er 24. júní og er aðfaranótt hans Jónsmessunótt. Kirkjan tengir þennan dag við fæðingu Jóhannesar skírara (Lúk. 1.57-66) en hann hefur stundum verið nefndur Jón og er nafnið Jónsmessa komin þaðan. Í þeim biblíutextum sem tengdir eru þessum degi má nefna vers vikunnar hér á kirkjan.is: Þetta er vitnisburður Jóhannesar skírara: „Hann (þ.e. Jesús) á að vaxa en ég að minnka.“ (Jóh. 3.30). Jóhannes skírði Jesú og marga aðra og boðskapur hans var: Gjörið iðrun. Hann leit á sig sem fyrirrennara Krists og vitnaði um að Jesús væri sonur Guðs.

Mikil þjóðtrú tengist þessum degi og ekki síður nóttinni. Þá nótt er talið sérstaklega heilsusamt að velta sér nakinn upp úr dögginni. Á Norðurlöndum er Jónsmessan kölluð Miðsumar eða Sankt Hans. Í Finnlandi heitir Jónsmessan Juhannus og er helguð Jóhannesi skírara, finnska fánanum og miðsumri. Í Svíþjóð er miðsumar ein stærsta hátíð ársins sem m.a. felur í sér dans og leiki í kringum blómum skreytta stöng, matur eins og síld, snaps, nýjar kartöflur og jarðaberjaterta. Þá eru útbúnir blómakransar til að hafa á höfði og fólk klæðist gjarnan þjóðbúningum.

Samkvæmt þjóðtrú eiga stúlkur að týna blóm og setja undir kodda og þá munu þær dreyma þann sem þær munu giftast. Oft eru eldar kveiktir og Finnar fara í sauna.

Þó Jónsmessa sé haldin 24. júní eru sumarsólstöður 21. júní á Íslandi. Þetta hátíðarhald hefur kristinn siður og þjóðtrúin tekist á um, en í dag er þetta hátíð ljóss og gleði.

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Samfélag

  • Fræðsla

  • Samfélag

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

26. apr. 2024
...síðasti prestafundur sr. Helgu Soffíu sem prófastur
Forsíðumynd-Sumardagurinn fyrst -skrúðganga á kirkjuplani.jpg - mynd

Sumardagurinn fyrsti í Bústaðakirkju

26. apr. 2024
...fjölsótt dagskrá í kirkjunni
Digraneskirkja

Laust starf

26. apr. 2024
...prests við Digranes- og Hjallaprestakall