Messað í helgidóminum sem Guð skapaði

25. júní 2019

Messað í helgidóminum sem Guð skapaði

Messa á Hryggstekk

Sumarið er góður tími til að brjóta helgihaldið upp og tilvalið að nýta veðurblíðuna til að messa úti í náttúrunni.

Á laugardag var ferming í Kverkfjöllum en þar við Sigurðarskála er svokallaður skessupottur sem nú var notaður sem altari en hefur áður verið notaður sem skírnarfontur. Foreldrar fermingabarnsins voru skálaverðir þar á yngri árum og ákváðu þá að ef þau myndu eignast börn yrðu þau skírð við þennan náttúrulega skírnarfont. Nú eru börnin að stækka og komið að fermingunum og þá langaði að ferma líka á þessum afskekkta og fallega stað undir jökli og óhætt að halda því fram að óvíða er jafn fallega altaristöflu að finna.

Það var hefð í gamla Valþjófsstaðaprestakalli að halda eina útimessu á ári og hefur þeirri góðu hefð verið viðhaldið eftir sameiningu í Egilsstaðaprestakall. Í ár var messað á Hryggstekk í Skriðdal. Veðrið var eins og best verður á kosið, messan vel sótt og greinilega kunnu viðstaddir vel að meta tilbreytinguna. Eftir messu var drukkkið kaffi á flötinni og úr bakpokum og körfum sem kirkjugestir höfðu meðferðis komu dýrindis kræsingar, sykurpönnukökur og fleira heimabakað góðgæti.

 

  • Frétt

  • Messa

  • Samfélag

  • Trúin

  • Samfélag

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju