Vikan í Dómkirkjunni

25. júní 2019

Vikan í Dómkirkjunni

Dómkirkjan í ReykjavíkEf þú ert á ferðinni nálægt Dómkirkjunni í dag þá eru bæna-og kyrrðarstundir kl. 12.10 á þriðjudögum. Gott er að gefa sér stund frá amstri dagsins og njóta í fögrum helgidómnum. Léttur hádegisverður og gott samfélag eftir stundina.

Bach-tónleikar Ólafs Elíassonar eru svo í kvöld kl. 20.20 - 20.50. Endilega nýtið ykkur tækifærið til að hlýða á notalega tónlist Ólafs og ekki spillir að það er frítt inn.

Það er tilvalið að kíkja á “Sálmar á föstudögum” eftir vinnu kl. 17.00 - 17.30.
Söngkonan Guðbjörg Hilmarsdóttir og organistinn Kári Þormar flytja sálma í Dómkirkjunni. Aðgangur að þessum ljúfu tónum eru ókeypis.
  • Auglýsing

  • Frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Samfélag

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju