Á landamærum austurs og vesturs

28. júní 2019

Á landamærum austurs og vesturs

Biskupafundurinn í Finnlandi

Á norrænum biskupafundi sem haldinn var í Lappeenranta í Finnlandi dagana 24.-28. júní var mikið rætt um landmæri, landamæri austurs og vesturs, suðurs og norður, landamæri ríkra og fátækra og landamæri lífs og dauða. Þó var fyrirferðamest umræðan um landamæri austurs og vesturs þar sem biskupafundurinn var haldinn 30 km. frá landamærum Finnlands og Rússlands. Samskiptin við Rússa hafa haft mikil áhrif á sögu Finnlands bæði í stríði og friði. Miðvikudaginn 26. júní flutti erindi á fundinum SannaMaaria Vanamo yfirmaður austrænna málefna í finnska utanríkisráðuneytinu. Sagði hún að Finnland og Rússland hefðu mikil samskipti þrátt fyrir að samfélögin og valdastrúktúrarnir séu afar ólík. Samskipti landanna hefur einkennst af trausti síðustu 10-20 árin og meginviðfangsefnið er að vinna að friði. Lifistandard ríkjanna er afar ólíkur og gamalt fólk vinnur lengi fram eftir aldri. Blaðamenn hafa eins og kunnugt er verið teknir höndum því ekki er fullt málfrelsi í landinu. Í máli Sannamaariu kom fram áherslu á að ekki má rugla saman ásjónu stjórnmálmnnanna og ásjónu þjóðarinnar, sem er af ýmsu bergi brotin. Finnland hefur ekki val í þeim efnum að eiga þar af leiðandi mikil samskipti við Rússa. Annað kemur ekki til greina. “Við verðum” sagði hún “að koma í veg fyrir misskilning og reyna að finna út hvernig þau hugsa og þau verða að finna út hvernig við hugsum. Rússar líta á okkur sem vinveitt land og vilja halda góðum samskiptum”. Í máli hennar kom fram að staða orþódox kirkjunnar hefur verið afar sterk í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna og orþódox kirkjan í Finnlandi á í góðu sambandi við hana. Síðustu orð hennar voru þessi: “Landamæri sundra og landamæri sameina”.

Trúarlegur fjölbreytileiki í Rússlandi.
Þá var kynnt til leiks Kaarina Aitamurto, sem er rannsóknarprófessor við háskólann í Helsinki og talaði hún um hið fjölbreytta trúarlega landslag í Rússlandi. Orþódoxa kirkjan er sterkust, en önnur trúarbrögð og kirkjudeildir eru líka sterk. 73% eru kristnir, 10% múslimir og 16,2% utan allra trúarbragða og kirkjudeilda. Verið er að byggja mjög margar kirkjur núna um allt Rússland þrátt fyrir það að innan við 10% sækja kirkju reglulega. Hún vitnaði í Pútin sem sagði árið 2011 í National issue. “ Grundvöllur hinnar kristnu orþódox kirkju, Islam, Búddisma, Gyðingdóms- með öllum þess fjölbreytileika- innihalda grundvöllinn að sameiginlegu siðferði og andlegum gildum: samkennd, sannleika, réttlæti, virðingu fyrir eldra fólki, fjölskyldum og afstöðu til vinnunnar.”

En allar öfgar í trúmálum eru bannaðar og það er hægt að túlka á hvaða hátt sem er. Ríkið þarf að skrá trúfélög og getur hafnað þeim og það þarf líka leyfi ríkisinsins til að byggja trúarlegar byggingar svo staðan er nokkuð flókin þegar allt kemur til alls.

Heimsókn á landamærin.
Eftir erindin var okkur boðið í ferð að landamærunum þar sem yfirmaður finnsku landamæravarðanna útskýrði fyrir okkur störf þeirra og tilgang. Þvínæst fórum við á safn í Imatra þar sem saga landamæra Finnlands og Rússlands var rakin í máli og myndum. Það má með sanni segja að landamæri eru afar ónáttúruleg fyrirbæri sem hafa verið færð fram og tilbaka með miklum blóðfórnum. Við Íslendingar megum þakka Guði fyrir að við höfum engin landamæri þó við höfum sannarlega þurft að berjast fyrir fiskveiðilögsögu okkar á undnförnum áratugum.

Norræna biskupafundinum lauk föstudaginn 28. júní með messu í Lappeenranta kirkju þar sem frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands predikaði. Í predikuninni sagði hún meðal annars frá áherslu íslensku kirkjunnar í umhverfismálum. Einnig minnti hún á nauðsyn þess að standa saman sem kristnar kirkjur, læra hver af annarri og styðja hverja aðra.

  • Alþjóðastarf

  • Biskup

  • Frétt

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Biskup

  • Samfélag

Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta
Bænagangan 3.jpg - mynd

Bænagangan 2024

23. apr. 2024
...á sumardaginn fyrsta