Fjórir umsækjendur eru um embætti sóknarprests

28. júní 2019

Fjórir umsækjendur eru um embætti sóknarprests

Hallgrímskirkja í Saurbæ

Fjórir umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakalli.

Umsækjendurnir eru

Mag. theol. Dagur Fannar Magnússon
Dr. theol. Jón Ásgeir Sigurvinsson
Séra Úrsúla Árnadóttir
Séra Þráinn Haraldsson

Frestur til að sækja um embættið rann út á miðnætti miðvikudaginn 25. júní 2019.

Biskup Íslands skipar í embættið frá 1. september 2019 til fimm ára. Umsóknir hljóta umfjöllun matsnefndar um hæfni til prestsembættis og að fenginni niðurstöðu hennar fjallar kjörnefnd prestakallsins um umsóknirnar. Kjörnefnd kýs að því búnu milli umsækjendanna og skipar biskup Íslands þann umsækjanda sem hlýtur löglega kosningu.

  • Auglýsing

  • Embætti

  • Frétt

Sr. Erla Björk Jónsdóttir

Vel mætt í bænastundir

30. jún. 2024
...í Dalvíkurkirkju
Sr. Guðrún kveður

Húsfyllir við kveðjumessuna

30. jún. 2024
...sr. Guðrún kveður Grafarvogssöfnuð