Pílagrímagöngur

1. júlí 2019

Pílagrímagöngur

Pílagrímar á ferð

Pílagrímagöngur eru hluti af hinum kristna menningararfi.

Þeir sem ferðast til heilagra staða eru kallaðir pílagrímar. Þetta orð er komið úr miðaldalatínu (pelegrinus) en á rætur í klassískri latínu (peregrinus, útlendingur). Slíkar göngur eru farnar af misjöfnum ástæðum; í þakkargjörð, í yfirbótarskyni eða af trúarlegum og/eða menningarlegum áhuga. Gengið er í áföngum en hlé eru notuð til bænahalds, ritningarlesturs eða til íhugunar og kyrrðar. Lengi hefur verið hefð fyrir því að ganga pílagríma göngur frá Þingvöllum til Skálholts á Skálholtshátíð sem er haldin árlega í kring um Þorláksmessu að sumri 20. júlí.

Í ár verður gengið frá fjórum stöðum til Skálholts.

Göngurnar eru mis langar en hverjum er frjálst að skrá sig aðeins í eina dagleið hverju sinni. Gengið verður frá Bæjarkirkju í Borgarfirði þriðjudaginn 16. Júlí og Reynivallakirkju 18. júlí. Báðir hóparnir munu ganga til Þingvallakirkju og sameinast þar. Lagt verður af stað að morgni 20. júlí frá Þingvallakirkju í átt að Skálholti. Einnig verður gengið frá Bræðratungu í Biskupstungum til Skálholts og Ólafsvallakirkju á Skeiðum til Skálholts að morgni sunnadags þann 21. júlí.

Boðið verður upp á svefnpokagistingu aðfaranótt sunnudags í Skálholtsbúðum fyrir alla gönguhópanna gegn vægu gjaldi. Þegar allir ferðalangar hafa skilað sér til Skálholts á laugardagskvöldið verða sungnar kvöldbænir og síðan verður pílagrímum boðið uppá sameiginlegan kvöldverð í Skálholtsskóla.

Á sunnudagsmorgun er í boði morgunverður niðri í búðum, sem hver og einn útbýr fyrir sig, hráefni verða til staðar s.s. brauð, álegg, súrmjólk, te og kaffi.

Boðið verður upp á akstur frá Apavatni laugardagskvöldi til Skálholts og frá Skálholti til Apavatns, Ólafsvallakirkju og Bræðratungukirkju á sunnudagsmorgni, ef þess er óskað.

Öllum göngum líkur í Skálholti kl.14.00 þar sem gengið er til hátíðarguðsþjónustu í Skálholtsdómkirkju.

Skráning í göngurnar fer fram inn á Skálholt.is

Kostnaður:

Svefnpokagisting: kr. 3.700

Morgunverður: kr. 800

Akstur: fer eftir fjölda þátttakenda

  • Auglýsing

  • Frétt

  • Samfélag

  • Viðburður

  • Samfélag

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju