Starfsþjálfun þjóðkirkjunnar

2. júlí 2019

Starfsþjálfun þjóðkirkjunnar

Útskrift nema

1. júlí útskrifuðust fimm prestsefni og þrjú djáknaefni úr starfsþjálfun þjóðkirkjunnar. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup hafði helgistund og afhenti kandídötum skírteini til staðfestingar þess að þau hefðu nú embættisgengi.

Skilyrði prestsefna til að geta útskrifast er að hafa lokið Mag.Theol. próf og djáknaefna að hafa lokið BA prófi eða viðbótar-diplómanámi.

Þær sem útskrifuðust með djáknamenntun eru Aðalbjörg Pálsdóttir með BA próf, Jóna Heiðdís Guðmundsóttir og Margrét Steinunn Guðjónsdóttir með viðbótar-diplómanám.

Guðfræðikandídatarnir sem útskrifuðust eru Benjamín Hrafn Böðvarsson, Dagur Fannar Magnússon, Erna Kristín Stefánsdóttir og Þóra Björg Sigurðardóttir. Pétur Ragnhildarson útskrifaðist fyrr á árinu, en var með við helgistundina. Á myndina vantar Ernu Kristínu Stefánsdóttur.

Kirkjan óskar þessum kandídötum velfarnaðar í lífi og starfi.

  • Embætti

  • Frétt

  • Guðfræði

  • Messa

  • Viðburður

Lilja Dögg og forsetahjónin

„Sögustaðir efla samkennd okkar“

22. júl. 2024
...segir menningarráðherra á Skálholtshátíð
Forseti Íslands kom á málstofuna

"Húmorinn var aldrei langt undan"

20. júl. 2024
...málstofa til minningar um sr. Karl Sigurbjörnsson
Málþingið var fjölsótt

"Stríðið gæti þróast yfir á Vesturbakkann"

20. júl. 2024
...áhrifamikið málþing á Skálholtshátíð