Bænatré í Seyðisfjarðarkirkju

3. júlí 2019

Bænatré í Seyðisfjarðarkirkju

Bænatré

Yfir sumartímann koma skemmtiferðaskip oft í viku til Seyðisfjarðar.

Þá er margt um að vera í bænum og ferðamenn margir. Yfir háannatímann koma um 2000 manns í kirkjuna á dag. 

Það eru engir kertastjakar fyrir bænakerti í Seyðisfjarðarkirkju, en starfsfólk kirkjunnar hafa komið sér upp bænatré fyrir gesti og gangandi. Það er mjög mikið notað og bænir og önnur skilaboð á ótal tungumálum hengd á tréð, einnig hafa nokkrar origami-trönur fundið sér þar bústað.

Ef þið eigið leið um Seyðisfjörð kíkið endilega við í kirkjunni. Notið tækifærið og bætið bænarefnum ykkar við flóruna.

  • Frétt

  • Samfélag

  • Trúin

  • Samfélag

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju