Bænatré í Seyðisfjarðarkirkju

3. júlí 2019

Bænatré í Seyðisfjarðarkirkju

Bænatré

Yfir sumartímann koma skemmtiferðaskip oft í viku til Seyðisfjarðar.

Þá er margt um að vera í bænum og ferðamenn margir. Yfir háannatímann koma um 2000 manns í kirkjuna á dag. 

Það eru engir kertastjakar fyrir bænakerti í Seyðisfjarðarkirkju, en starfsfólk kirkjunnar hafa komið sér upp bænatré fyrir gesti og gangandi. Það er mjög mikið notað og bænir og önnur skilaboð á ótal tungumálum hengd á tréð, einnig hafa nokkrar origami-trönur fundið sér þar bústað.

Ef þið eigið leið um Seyðisfjörð kíkið endilega við í kirkjunni. Notið tækifærið og bætið bænarefnum ykkar við flóruna.

  • Frétt

  • Samfélag

  • Trúin

  • Samfélag

Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall
Skálholtshátíð 2.jpg - mynd

Skálholtshátíð kallar með gleði í tali, göngu og tónum

18. júl. 2025
Framundan er þétt og glæsileg dagskrá Skálholtshátíðar sem stendur fram á sunnudag.
Margrét Rut Valdimarsdóttir

Margrét Rut Valdimarsdóttir ráðin

11. júl. 2025
...prestur í Húnavatnsprestakalli