Bænatré í Seyðisfjarðarkirkju

3. júlí 2019

Bænatré í Seyðisfjarðarkirkju

Bænatré

Yfir sumartímann koma skemmtiferðaskip oft í viku til Seyðisfjarðar.

Þá er margt um að vera í bænum og ferðamenn margir. Yfir háannatímann koma um 2000 manns í kirkjuna á dag. 

Það eru engir kertastjakar fyrir bænakerti í Seyðisfjarðarkirkju, en starfsfólk kirkjunnar hafa komið sér upp bænatré fyrir gesti og gangandi. Það er mjög mikið notað og bænir og önnur skilaboð á ótal tungumálum hengd á tréð, einnig hafa nokkrar origami-trönur fundið sér þar bústað.

Ef þið eigið leið um Seyðisfjörð kíkið endilega við í kirkjunni. Notið tækifærið og bætið bænarefnum ykkar við flóruna.

  • Frétt

  • Samfélag

  • Trúin

  • Samfélag

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju