Bænatré í Seyðisfjarðarkirkju

3. júlí 2019

Bænatré í Seyðisfjarðarkirkju

Bænatré

Yfir sumartímann koma skemmtiferðaskip oft í viku til Seyðisfjarðar.

Þá er margt um að vera í bænum og ferðamenn margir. Yfir háannatímann koma um 2000 manns í kirkjuna á dag. 

Það eru engir kertastjakar fyrir bænakerti í Seyðisfjarðarkirkju, en starfsfólk kirkjunnar hafa komið sér upp bænatré fyrir gesti og gangandi. Það er mjög mikið notað og bænir og önnur skilaboð á ótal tungumálum hengd á tréð, einnig hafa nokkrar origami-trönur fundið sér þar bústað.

Ef þið eigið leið um Seyðisfjörð kíkið endilega við í kirkjunni. Notið tækifærið og bætið bænarefnum ykkar við flóruna.

  • Frétt

  • Samfélag

  • Trúin

  • Samfélag

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

26. apr. 2024
...síðasti prestafundur sr. Helgu Soffíu sem prófastur
Forsíðumynd-Sumardagurinn fyrst -skrúðganga á kirkjuplani.jpg - mynd

Sumardagurinn fyrsti í Bústaðakirkju

26. apr. 2024
...fjölsótt dagskrá í kirkjunni
Digraneskirkja

Laust starf

26. apr. 2024
...prests við Digranes- og Hjallaprestakall