Laust til umsóknar tvö embætti presta

3. júlí 2019

Laust til umsóknar tvö embætti presta

Fossvogsprestakall

Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar tvö embætti presta í Fossvogsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Skipað er í embættin frá 1. október 2019 til fimm ára.

Fossvogsprestakall samanstendur af tveimur sóknum, Bústaðasókn og Grensássókn.

Sóknarnefndirnar tvær vilja standa vörð um og efla það starf sem fyrir er í söfnuðunum. Þær telja að tækifæri felist í hinu nýja prestakalli og því, að þrír prestar muni þjóna prestakallinu. Þannig gefst tækifæri til að sinna vel helgihaldi og fjölbreyttu safnaðarstarfi. 

Umsóknarfrestur um bæði embættin er til miðnættis fimmtudaginn 1. ágúst 2019.

  • Auglýsing

  • Embætti

  • Frétt

Lilja Dögg og forsetahjónin

„Sögustaðir efla samkennd okkar“

22. júl. 2024
...segir menningarráðherra á Skálholtshátíð
Forseti Íslands kom á málstofuna

"Húmorinn var aldrei langt undan"

20. júl. 2024
...málstofa til minningar um sr. Karl Sigurbjörnsson
Málþingið var fjölsótt

"Stríðið gæti þróast yfir á Vesturbakkann"

20. júl. 2024
...áhrifamikið málþing á Skálholtshátíð